Grunnnámskeið vinnuvéla
Þetta námskeið er ekki lengur í boði
Uppbygging
Nemandi horfir á fyrirlestra, les ítarefni, horfir á myndbönd og leysir verkefni. Hægt er að horfa á hvern hluta eins oft og hver einstaklingur þarf eða vill. Til þess að komast áfram í námskeiðinu þurfa nemendur reglulega að standast verkefni og próf. Námskeiðinu lýkur með krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands, einnig er hægt að taka lokaprófið í fjarnámsmiðstöðvum í kringum landið eftir frekara samkomulagi. Námskeiðið fylgir námsskrá Vinnueftirlitsins
- Lög, reglur og reglugerðir
- Vinnuverndarstarf og öryggismál
- Hávaði, lýsing og hættuleg efni
- Félagslegur og andlegur aðbúnaður, einelti og áreitni
- Eðlisfræði, vökvafræði, ásláttarbúnaður, stöðugleiki, uppsetning og flutningur vinnuvéla
- Vélfræði, rafgeymar og hleðsluklefar fyrir rafgeyma
- Lyftarar og lyftitæki í skráningarflokkum J og K, meðferð á vörubrettum og vörum
- Jarðvinnuvélar, gröfur, traktorsgröfur, ámokstursskóflur, jarðýtur, vegheflar, dráttarvélar og smávinnuvélar í skráningarflokkum E, F, G, H, I. Auk kafla um öryggi við skurðgröft
- Kranar, byggingakranar, hleðslukranar, vökvakranar, grindarbómukranar, brúkranar, steypudælukranar og körfukranar í skráningarflokkum A, B, C, D og P. Auk kafla um hífivíra, stuðningsfætur, fjarstýringar krana, að hífa fólk með krana og merkjakerfi fyrir kranastjórn
- Útlagningarvélar, fræsarar og valtarar í skráningarflokkum L og M
Vinnuverndarskólinn hvetur nemendur til að halda sig að náminu þegar það er hafið og ljúka að jafnaði einum kafla á dag
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er aðgengilegt öllum sem náð hafa 16 ára aldri en til þess að geta fengið fullgild vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.
Ávinningur
Að námskeiði loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi. Þegar verklegri þjálfun er lokið er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu, en öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum nemenda.
Lengd
Undirbúningur heima eða á vinnustað í gegnum netið.
Dagsetningar
Hægt er að hefja námið hvenær sem er. Þátttakendur geta lagt stund á námið á sínum hraða og þannig hentar námskeiðið vel með vinnu. Reikna má með að það taki nokkra daga að ljúkanámskeiðinu, en það þarf að ljúka því innan tveggja mánaða. Þegar þátttakendur hafa lokið öllu kennsluefninu í fjarnáminu mæta þeir í kennslustofu og taka lokapróf.
Lokaprófin eru haldin vikulega í húsnæði Keilis á Ábrú, á miðvikudögum kl. 13:00. Einnig er mögulegt að taka próf á öðrum tímum eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Bjartmar Steinn verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands.
Verð og nánari upplýsingar
Námskeiðið kostar 54.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum og lokaprófið.
Stéttarfélög veita flest styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir hluta af námsgjöldum en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar í gegnum vinnuveitanda og Vinnumálastofnun.
Nánari upplýsingar veitir Bjartmar Steinn, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið.
Boðið er uppá aðstoð fyrir þá sem glíma við námsörðugleika.
Þetta námskeið er ekki lengur í boði hjá okkur