Uppfært í júlí 2024
Skv. 22. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla er hverjum skóla skylt að gefa út skólanámskrá og uppfæra hana reglulega. Skólanámskrá Keilis er að finna á heimasíðu Keilis. Námskráin skiptist í tvo hluta: Almennan hluta sem hér fer á eftir um stefnu og starfshætti Keilis. Hinn hlutinn snýst um brautarskipulag og áfangalýsingar. Hann er birtur á heimasíðu Keilis undir námskeiðs- og brautarlýsingar í hverri deild fyrir sig. Einnig er hægt að sjá innihaldslýsingar á samþykktum brautum ásamt lykilhæfni á vef Menntamálastofnuna.
Um Keili
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, var stofnaður vorið 2007.
Keilir er hlutafélag að mestu í eigu ríkisins.
Keilir býður upp á nám á framhaldsskólastigi og styttri námskeið
Nám á framhaldsskólastigi er fótaaðgerðafræði, fjarnámshlaðborð sem eru áfangar kenndir í fjarnámi sem hluti af opinni stúdentsbraut og Háskólabrú, sem er aðfaranám að háskóla. Háskólabrú er kennd bæði í staðnámi og í fjarnámi með reglulegum staðlotum og fótaaðgerðafræði er kennd í fjarnámi með staðlotum þar sem farið er i verklega hlutann.Í námskeiðsformi rekur Keilir námskeiðið Inntökupróf.is, sem er námskeið fyrir nemendur sem stefna á inntökupróf Læknadeildar HÍ.
Aðal Kennsluhúsnæði Keilis er í 5.500 fermetra byggingu er áður hýsti menntaskóla Varnarliðsins. Er þar kappkostað að hafa aðbúnað sem bestan. Kennslustofur eru þannig ólíkar að stærð, gerð og búnaði. Félagsleg aðstaða og þjónusta öll á að vera til fyrirmyndar – bæði fyrir kennara og nemendur.
Námsbrautir
Stjórn
Í stjórn Keilis sitja þrír einstaklingar, tilnefndir af hluthöfum, og tveir til vara. Stjórn ræður framkvæmdastjóra Keilis.
Stjórn Keilis 2024 - 2025 er skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Stjórnarformaður: Guðmundur Axel Hansen
Stjórnarmenn:
- Jón B. Stefánsson
- Margrét Sanders
Varastjórn:
- Íris Huld Christersdóttir
- Birgir Örn Ólafsson
Framkvæmdastjóri
- Berglind Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Skipurit
Verið er að vinna að nýju skipuriti Keilis.
Grunngildi
Grunngildi Keilis eru samstarf, virðing, framsækni og þjónusta.
- Samstarf
Keilir nýtir þekkingu einstaklingsins. Við komumst að sameiginlegri niðurstöðu, við erum samheldin og komum fram við aðra af heilindum. Keilir hefur bjartsýni, gleði og jákvæðni að leiðarljósi í öllum samskiptum sínum innan sem utan fyrirtækisins. - Virðing
Allt starf Keilis einkennist af gagnkvæmri virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og jafnrétti. Hverjum og einum er mætt þar sem hann er staddur. - Framsækni
Með framsæknum huga og athöfnum mótum við framtíðina og sækjum alltaf áfram. Keilir er framsækinn skóli sem er fljótur til nýjunga, leitar tækifæra og býður nemendum nýjar lausnir. - Þjónusta
Keilir leggur alltaf upp með að veita góða og persónubundna þjónustu og hefur frá stofnun haft hátt þjónustustig að leiðarljósi.
Hlutverk
- Mennta og styrkja trú nemenda á sjálfum sér í nútíma samfélagi
- Undirbúa fjölbreyttan nemendahóp fyrir háskólanám sem og þátttöku í avinnulífinu
- Stuðla að framsækni í uppsetningu og þróun námsbrauta
- Vera fyrirmynd í menntamálum og virk í umræðunni í samfélaginu
- Efla samfélagið á Suðurnesjum með virku samstarfi við stofnanir og fyrirtæki.
Markmið
Meginmarkmið Keilis eru:
- Að veita ávallt framúrskarandi þjónustu
- Að skila vel menntuðu fólki út í atvinnulífið og í framhaldsnám
- Að styrkja menntun á Suðurnesjum
- Að skapa eldri nemendum tækifæri til háskólanáms með aðfaranámi
- Að byggja upp öfluga skóla og menntasamfélag á Ásbrú
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn Keilis er skipt í fimm meginflokka:
- Framtíðarsýn nemendur:
Keilir er eftirsóttur valmöguleiki í námi sem lagar sig að einstaklingsmiðuðum þörfum og væntingum nemenda.
- Framtíðarsýn mannauður:
Keilir er eftirsóttur vinnustaður með fjölbreytt tækifæri til að þróa hæfileika allra í heilsueflandi umhverfi. Í Keili eru breiðar stoðir og breiður hópur fagfólks.
- Framtíðarsýn námsleiðir og tækni:
Keilir býður upp á hágæðanám, er framsýnn hvað varðar stafræna kennsluhætti og er leiðandi í innleiðingu nýjunga í kennslu.
- Framtíðarsýn samfélagið:
Keilir er í virku samtali og samstarfi við háskólasamfélagði, atvinnulífið og nærumhverfið. Keilir er leiðandi í óstaðbundnu námi sem þróar og innleiðir námsleiðir í takt við þarfir samfélagsins.
- Framtíðarsýn rekstur og gæði:
Rekstur Keilis er sjálfbær. Keilir leggur áherslu á einfalt verklag og aukin gæði með stafrænum lausnum. Stefnumörkun Keilis hefur ávallt heimsmarkmiðin að leiðarljósi.
Sérstaða
Sérstaða Keilis:
Sérstaða Keilis og þeirra brauta sem samþykktar eru af Menntamálastofnun er að Keilir hefur ávallt lagt mikla áherslu á og verið leiðandi í framsæknum kennsluháttum, góðu fjarnámi og góðri þjónustu og nánd við nemendur.
Kennsluhættir
Grunngildi Keilis eru samstarf, virðing, framsækni og þjónusta.
Keilir er framsækinn skóli á framhaldsskólastigi sem leitar nýrra tækifæra í kennsluháttum og hafa margar nýjar lausnir verið innleiddar á öllum sviðum skólastarfsins. Má þar nefna vendinám, gagnvirkt fjarnám, áherslu á virkni nemenda og nýjar leiðir í námsmati. Flestar deildir skólans hafa markvisst dregið úr lokaprófum eða alfarið sleppt þeim til að auka fjölbreytni í námsmati. Í staðinn er unnið með símat og vikuleg verkefnaskil í flestum deildum. Áhersla er lögð á fjölbreytta verkefnavinnu, lokaverkefni, heimapróf, munnlegt mat, dagbækur og ígrundanir svo fátt eitt sé nefnt.
Lögð er áhersla á að þjálfa samstarf nemenda með markvissri og reglulegri hópavinnu. Allt námsefni er sett upp og gert aðgengilegt fyrir nemendur í kennslukerfunum Canvas og Moodle. Starfsfólk er hvatt til að vera vakandi fyrir nýjungum í tækni sem styðja við nám og kennslu. Í Keili er tölvudeild sem aðstoðar starfsfólk og nemendur við að nýta sér aðstöðu skólans, til að mynda upptökuver, hlaðver (podcast studio) og grænskjá.
Starfsfólk leggur sig fram við að veita góða og persónulega þjónustu við nemendur, bæði í staðnámi og fjarnámi. Lögð er áhersla á gott samstarf, jákvæð samskipti og milliliðalaust samtal nemenda við námsráðgjafa og stjórnendur. Við sýnum hvert öðru virðingu í öllum samskiptum og komum fram við hvert annað af tillitssemi.
Grunnþættir menntunar
Í Keili er unnið með grunnþætti menntunar á eftirfarandi hátt:
læsi- með því að nemendur þjálfist í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
- með því að þjálfa nemendur í samræðum og hlustun í vinnu með öðrum
- með því að þjálfa nemendur í að afla gagna, flokka og að nýta sér upplýsingar á gagnrýnin hátt
- með því að hafa umhverfisstefnu sem unnið er eftir í allri starfsemi Keilis
- með því að þjálfa nemendur í færni til að taka gagnrýna afstöðu gagnvart umhverfi, samfélagi, menningu og efnahagskerfi
- með því að fræða nemendur um heilsusamlegan lífsstíl í íþrótta- og heilsutengdum áföngum
- með því að hafa og vinna eftir forvarnarstefnu sem hvetur nemendur til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
- með því að bjóða upp á heilsusamlegan mat í mötuneyti
- með því að leyfa nemendum að vera þátttakendur í ákvörðunum um skólastarfið
- með því að gera nemendur ábyrga í lýðræðislegum vinnubrögðum
- með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á skólanum og náminu taka tillit til þeirra sjónarhorns
- með því að bjóða upp á fjölbreytt námsform sem hæfir ólíkum hópum t.d. fjarnám, staðnám og vendinám
- með því að nýta fjölbreyttar tæknilausnir og kennsluaðferðir hefur jafnrétti til náms aukist fyrir alla nemendahópa
- með því að hafa og vinna eftir samþykktri jafnréttisstefnu
- með því að gefa nemendum tækifæri til að velja sér fjölbreytt viðfangsefni í verkefnavinnu
- með því að þekkja og bera virðingu fyrir sköpun annarra.
Öryggisnefnd
Öryggisnefnd Keilis leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsfólk og nemendur og fylgir aðgerðaáætlunum vegna slysa og skyndilegra veikinda. Í öryggisnefnd sitja tveir starfmenn sem framkvæma árlegar úttektir á öryggi skólans, þar af er einn öryggistrúnaðarmaður og einn öryggisvörður.
Heilbrigði og velferð
Keilir lítur svo á að ástundun heilbrigðs lífsstíls og lífshátta sé sjálfsagður og eðlilegur þáttur í starfseminni. Í kjarna námsbrauta skólanna eru áfangar þar sem nemendur vinna ítarlega með málefni sem tengjast heilbrigði og velferð á fjölbreyttan máta.
Heilsugæsla
Eins og er býður Keilir ekki upp á þjónustu hjúkrunarfræðings, en náms- og starfsráðgjafar skólans þekkja vel til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og komi upp einhver vandamál er tengjast heilsu, svo sem átröskun, megrun, offitu, vímuefni, einelti, sjálfsvígshugsanir eða annað, er hægt að leita til náms- og starfsráðgjafa sem koma nemendum í samband við viðeigandi fagaðila.
Skólareglur
Almennar reglur
- Sýna ber háttvísi og prúðmennsku í skólanum og alls staðar þar sem komið er fram í nafni hans, hvort sem er í húsnæði, rafrænum kennslustofum eða á samfélagsmiðlum.
- Kennari stýrir fyrirkomulagi kennslustundar og nemendur skulu kynna sér verklag hans og fylgja því. Þetta gildir einnig um notkun farsíma og hvers kyns tækjabúnaðar.
- Öll meðferð og neysla tóbaks og vímuvaldandi efna er bönnuð í húsnæði, á lóð skólans og á vettvangi skólastarfsins. Sama gildir um notkun á rafrettum.
- Nemendum ber að ganga vel um kennslustofur, tækjabúnað og húsmuni. Neysla matar og drykkjar skal aðeins neyta í matsal. Allt rusl skal flokkað og sett í viðeigandi ílát.
- Myndatökur og/eða upptökur af nemendum, kennurum og öðru starfsfólki innan skólans eru óheimilar án leyfis viðkomandi aðila.
- Nemendur skulu fylgjast reglulega með tilkynningum í tölvupósti, á kennslukerfum, á heimasíðu skólans og auglýsingaskjám.
Réttindi og skyldur nemenda
Nemandi er innritaður í skólann þegar hann staðfestir umsókn um skólavist. Um leið samþykkir hann að gangast undir skyldur og reglur sem á herðum hans hvíla sem hluta af skólasamfélaginu. Ein meginforsendan fyrir því að starfsemi geti farið fram og árangur náist er að nemendur sinni námi sínu með fullnægjandi hætti. Skólinn hefur einnig margvíslegum skyldum að gegna gagnvart nemendum sínum og ber honum að veita þeim ýmiss konar þjónustu. Eftirfarandi verklagsreglur eru gerðar í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla og reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum.
- Nemendum ber að kynna sér skólareglur. Vanþekking á reglunum leysir þá ekki undan ábyrgð. Um ábyrgð nemenda vísast til 33. gr. a. í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008
- Leitast skal við að leysa ágreiningsmál fljótt og vel á vettvangi skólans.
- Við brot á skólareglum ber kennurum, öðrum starfsmönnum og nemendum skólans að tilkynna þau til forstöðumanns. Slík brot geta valdið brottvísun úr skóla (sjá viðurlög).
- Rísi ágreiningur sem ekki tekst að finna lausn á með forstöðumanni skal vísa málinu til matsnefndar (þrír óháðir aðilar) sem vinnur málið áfram samkvæmt skólareglum og lögum og reglum um framhaldsskóla. Uni málsaðilar, þar með talið forráðamenn nemenda yngri en 18 ára, ekki niðurstöðu í málinu má vísa því til Mennta- og barnamálaráðuneytis.
- Við meðferð mála er farið að lögum um framhaldsskóla, lögum er varða meðferð og neyslu tóbaks- og vímuefna, svo og stjórnsýslulögum, lögum um meðferð persónuupplýsinga og öðrum þeim lögum er varða kunna þau mál sem til meðferðar koma.
- Brot á almennum hegningarlögum verða kærð til lögreglu.
- Við lausn ágreiningsmála geta nemendur óskað eftir aðkomu námsráðgjafa Keilis.
Viðurlög við brot á skólareglum:
- Fyrsta brot: Forstöðumaður ræðir við nemandann og veitir honum munnlega eða skriflega viðvörun.
- Annað brot: Forstöðumaður veitir nemanda skriflega áminningu*. Foreldrar/forráðamenn ólögráða nemenda eru látnir vita fái nemandi skriflega áminningu.
- Þriðja brot: Við þriðja brot víkur framkvæmdastjóri nemandanum úr skóla og afhendir nemanda skriflega brottvísun.
*Í skriflegri áminningu skal koma fram:
- tilefni áminningarinnar og þau viðbrögð sem fylgja brjóti nemandi aftur af sér
- að nemandanum er gefinn kostur á að bæta ráð sitt
- að nemandanum sé gefinn kostur á að skjóta ákvörðuninni til framkvæmdastjóra og skal tímafrestur til þess tilgreindur
Umsóknarferli
Upplýsingar um umsóknir og umsóknarferli á hverjum tíma fyrir sig má nálgast á heimasíðu Keilis undir umsóknir. Þar er jafnframt hægt að sjá hvaða námsbrautir eru í boði þá stundina. Inntökuskilyrði er misjafnt eftir námi og upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að sjá á heimasíðu Keilis undir upplýsingum um hvert nám fyrir sig.
Inntökuferli
Nemendur sækja um nám á heimasíðu Keilis. Allir umsækjendur sem uppfylla skilyrði eru teknir í viðtal þar sem farið er yfir það hvort þeir eigi erindi í námið og allir helstu þættir er við koma náminu og skólanum eru ræddir.
Námsgjöld
Inntökuskilyrði
Háskólabrú
Miðað er við að umsækjendur séu orðnir 20 ára og uppfylli jafnframt eitt af eftirfarandi viðmiðum:
- Hafi lokið 90 fein (55 ein) og þar af framhaldsskólaeiningum á 2.hæfnisþrepi í ensku, íslensku og stærðfræði og búi yfir reynslu af vinnumarkaði.
- Hafi lokið 117 fein (70 ein) og þar af framhaldsskólaeiningum á 2.hæfnisþrepi í ensku, íslensku og stærðfræði.
- Hafi lokið námsleiðinni Menntastoðum og búi yfir reynslu af vinnumarkaði.
- Hafi lokið skilgreindu starfsnámi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.
- Hafi lokið stúdentsprófi en þurfa aukin undirbúning í raungreinum eða stærðfræði fyrir námsleiðina viðbót við stúdentspróf.
Umsækjendur sem þurfa eða vilja styrkja sig í grunnfögum geta t.d. tekið áfanga á fjarnámshlaðborði Keilis.
Námsferill
Skráning og meðferð upplýsinga
Skólinn skráir námsferla nemenda, námsárangur, viðveru og fleiri upplýsingar sem varða skólagöngu þeirra með rafrænum hætti í gagnagrunn (Innu) sem viðeigandi starfsfólk hefur aðgang að.
Starfsfólk skólans sem hefur aðgang að gögnum um nemendur er bundið trúnaði og er þeim óheimilt að veita persónuupplýsingar um nemanda án samþykkis þess sem í hluta á eða forráðamanna ef um er að ræða nemanda yngri en 18 ára.
Keilir hefur sett sér persónuverndarstefnu og skjalastefnu sem unnið er eftir við skráningu og afhendingu allra gagna.
Aðgangur nemenda og forráðamanna þeirra að upplýsingum
Allir nemendur skólans fá lykilorð að Innu sem veitir honum aðgang að öllum rafrænum upplýsingum sem skráðar eru um hann sjálfan. Sé nemandi yngri en 18 ára geta forráðamenn hans einnig fengið lykilorð sem veitir aðgang að sömu upplýsingum. Forráðamenn geta einnig fengið upplýsingar um námsframvindu nemandans með því að hafa samband við skólastjórnendur þangað til nemandinn verður 18 ára. Eftir það er einungis heimilt að veita honum sjálfum, eða þeim sem nemandinn veitir skriflegt umboð, upplýsingar um mál er varða hann persónulega.
Þjónusta
Upplýsingar um ýmiskonar þjónustu á vegum Keilis, svo sem þjónustuborð, tölvuþjónustu, húsnæðissvið, sem og náms- og starsfráðgjöf má nálgast á vefnum.
Samstarf við aðra skóla, aðila á vinnumarkaði og nærsamfélag
Keilir eru í góðu samstarfi við aðra skóla, vinnumarkaðinn og nærsamfélagið.
Háskólabrú
- Háskólabrú hefur verið í nánu samstarfi við Háskóla Íslands með undirritun samstarfssamnings milli skólanna. Fagráð Háskólabrúar er skipað tveimur fulltrúum Háskólabrúar og þremur fulltrúum Háskóla Íslands.
- Útskrifaðir nemendur af Háskólabrú hafa verið samþykktir hjá öllum háskólum hérlendis og er orðspor okkar nemenda mjög gott. Kannanir hafa sýnt að nemendur af Háskólabrú séu sérlega vel undirbúnir þegar þeir koma í háskóla sem er afar ánægjulegt.
- Gott samstarf er á milli Háskólabrúar og símenntunarstöðva sem eru víðs vegar um landið. Sérstaklega er náið samstarf er við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS), Mími símenntun í Reykjavík, Háskólasamfélag Suðurlands (Selfoss) og Símey (símenntunarstöð Eyjafjarðar). Árið 2009 undirbjó Keilir námsleið í samstarfi við MSS er heitir Menntastoðir og er undirbúningur fyrir nám á Háskólabrú. Fleiri símenntunarstöðvar hafa tekið upp þessa námsleið og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur sett þessa námsleið inn í kennsluskrá sína. Fjarnemar á Háskólabrú hafa nýtt aðstöðu fræðslumiðstöðvar víðs vegar um landið til að taka próf. Nemendur Menntastoða hjá símenntunarstöðvunum koma reglulega á kynningar hjá Háskólabrú sem er skipulagt í samráði við símenntunarstöðvarnar.
- Háskólabrú er í góðu samstarfi við endurhæfingarstöðvar eins og Hringsjá og Virk þar sem skjólstæðingar þeirra hafa komið reglulega til okkar í námskynningar.
- Háskólabrú sendir öllum útskrifuðum nemendum eftirfylgnikönnun á annarri önn eftir útskrift. Þar er haldið til haga mikilvægum upplýsingum um hvert nemendur halda í háskólanám, hvað þeir eru að nema og hvernig þeim finnist þeir vera undirbúnir. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur þáttur í gæðastarfi Háskólabrúar.
- Árið 2018 hóf Háskólabrú Keilis tilraunaverkefni og samstarf með fræðslusetrinu Starfsmennt. Eitt af meginmarkmiðum Keilis er að hækka menntunarstig einstaklinga í samfélaginu og því var verkefnið kjörið tækifæri fyrir Háskólabrú. Fræðslusjóður veitti styrk fyrir verkefnið og var raunfærnimatið unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og var opið öllum en ekki eingöngu aðildarfélögum Starfsmenntar. Tilgangur verkefnisins var að bjóða opinberum starfsmönnum upp á raunfærnimat til móts við áfanga Háskólabrúar og þannig hvetja starfsmennina til að bæta við sína menntun. Kennarar Háskólabrúar tóku átt í verkefninu og tóku á móti einstaklingum sem töldu sig eiga erindi í raunfærnimat í völdum áföngum. Samstarfið gekk afar vel og var lærdómsríkt fyrir alla aðila. Fyrsti hópurinn lauk raunfærnimati í janúar 2019. Þar sem verkefnið gekk vel var ákveðið að bjóða öðrum hópi upp á sama möguleika og hófst það ferli í september 2019.
Stefnur og áætlanir
Meðferð ágreiningsmála
Skólinn hvetur starfsfólk og nemendur til þess að reyna að leysa ágreining sem kemur upp þeirra á milli.
Ef mál leysast ekki með þeim hætti er málinu vísað til framkvæmdastjóra. Við vinnslu mála skal farið eftir ákvæðum laga um framhaldsskóla, stjórnsýslulaga um andmælarétt, meðalhóf o.fl., laga um persónuvernd, meðferð persónuupplýsinga og upplýsingalaga.
Ef málsaðilar sætta sig ekki við niðurstöðu framkvæmdastjóra og telja á sér brotið getur viðkomandi kvartað yfir þeirri niðurstöðu til Mennta- og menningamálaráðuneytis sem þá metur hvort ástæða sé að gera eitthvað frekar í málinu.
Nemendur geta ávallt óskað eftir að námsráðgjafi sé hafður með í ráðum við lausn ágreiningsmála.
Starfsáætlanir
Árleg starfsáætlun
Starfsfólk
Skólaráð Keilis
Við Keili skal starfa skólaráð, í 7.gr framhaldsskólalaga nr. 92/2008 er kveðið á um skólaráð. Þar segir m.a. „Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda“ Enn fremur segir í 10gr. Að kennarafundur kjósi við upphaf haustannar fulltrúa í skólaráð.
Hér að neðan má finna leiðbeiningar um skipan skólaráðs hjá Keili:
- Skólaráð skal vera skipað fjórum einstaklingum, framkvæmdastjóra Keilis, verkefnastjóra, kennari og nemandi.
- Framkvæmdastjóri er sjálfkrafa í skólaráði og er jafnframt oddviti ráðsins.
- Kosið skal til skólaráðs í upphafi hvers skólaárs og er það á ábyrgð fo að það sé gramkvæmdastjóra að það sé gert.
- Framkvæmdastjóri boðar skólaráð til fundar einu sinni á önn, í lok september og lok apríl.
Skólaráð 2024 – 2025
Foreldraráð
Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008, 50. grein, segir að í framhaldsskólum skuli starfa foreldraráð. Er það í samræmi við að sjálfræðisaldur ungmenna er 18 ár og þangað til bera forráðamenn ábyrgð á börnum sínum. Keilir er ekki með nemendur yngri en 18 ára í námi og því er ekki virkt foreldraráð.
Nemendafélag
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er kveðið á um að í hverjum framhaldsskóla skuli starfa nemendafélag sem vinnur meðal annars að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Það setur sér lög um starfssvið og starfshætti og starfar á ábyrgð skóla sem sér því fyrir starfsaðstöðu. Skólum er heimilt að styrkja félögin fjárhagslega og skal bókhald þeirra háð sömu reglum og bókhald skólanna. Nemendur kjósa fulltrúa í skólaráð og tilnefna fulltrúa á skólafund og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Nemendur í Keili eru flestir í fjarnámi og meðalaldur almennt hár svo það hefur ekki verið starfandi nemendaráð.
Starfstími skóla
Starfstími skólans er skilgreindur í skóladagatölum hvers skóla fyrir sig. Lokun nemendaþjónustu er frá og með 20. desember 2024 – 1. janúar og frá og með 14. apríl til og með 21. apríl. Auk þessara leyfa er kennsluhlé sumardaginn fyrsta, 1. maí, uppstigningardag, annan í hvítasunnu og 17. júní.
Kennslualmanak
Skóladagatöl