Fara í efni

Húsnæði og aðstaða Keilis

Húsnæðissvið hefur yfirumsjón með skólabyggingum og öðru húsnæði sem heyrir undir Keili.

Hafa samband við húsnæðissvið

Umgengni í og í kringum skólahúsnæði

Keilir leggur mikla áherslu á góða umgengni og eru nemendur vinsamlegast beðnir um að taka þátt í því með starfsfólki skólans að halda bæði húsi og lóð snyrtilegu. Henda rusli í tunnur sem eru á göngum og ganga vel um kennslustofur og önnur rými og allan búnað sem honum tilheyrir. Neysla matvæla er ekki leyfð í kennslustofum. Í anddyri skólans eru sjálfsalar með gosi og sælgæti. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum.

Húsgögn og búnaður

Ekki er heimilt að breyta uppröðun borða og stóla eða færa húsgögn eða önnur áhöld á milli kennslustofa án heimildar húsnæðissviðs.

Skápar á göngum

Á B gangi í aðalbyggingu Keili smá finna skápa sem nemendur geta nýtt fyrir persónulega muni án endurgjalds. Þeir þurfa þó að koma með sinn eiginn lás.

Reykingar á skólalóð

Reykingar eru bannaðar á lóð skólans. Reykingar í og við inngang skólans eru stranglega bannaðar. Þetta gildir einnig fyrir rafsígarettur.

Bílastæði á skólalóð

Merkt bílastæði eru í kringum skólann og eru nemendur beðnir um að virða þær merkingar. Merkt stæði fyrir fatlaða er við aðalinngang skólans. Ekki má leggja uppá grasi í kringum skólann, eigendur bifreiða sem er þannig lagt eða virða ekki aðrar merkingar mega eiga von á að þær verði fjarlægðar á þeirra kostnað og án fyrirvara.

Les- og námsaðstaða

Í aðalbyggingu Keilis má finna fjölda hópavinnuherbergja sem nemendur gæta nýtt fyrir ýmiskonar verkefnavinnu. Í miðrými Keilis er einnig að finna les- og námsaðstöðu, ásamt hópavinnuborðum.

Þeir nemendur sem hafa lykil að aðalbyggingunni hafa einnig aðgang að sinni heimastofu. 

Sjá myndir af námsaðstöðu