Allar upphæðir eru endurskoðaðar árlega miðað við þróun vísitalna og annarra þátta sem hafa áhrif á rekstur skólans. Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur.
Reglur um námsgjöld 2024-2025
- Staðfestingargjald er innheimt strax að lokinni samþykkt í nám.
- Staðfestingargjald er óafturkræft, hætti nemandi við að hefja nám hjá Keili. Annars dregst það frá skólagjöldum fyrstu annar.
- Skóla- og efnisgjöld eru innheimt fyrir hverja önn sérstaklega eða heila námsleið, allt eftir eðli námsskipulags. Gjöldin skulu vera að fullu greidd áður en nám hefst á viðkomandi önn eða námsleið.
- Nemandi sem ekki hefur greitt gjöld sín þegar önn hefst fær ekki að hefja nám á viðkomandi önn eða námsleið og aðgangi hans að net- og kennslukerfum Keilis er lokað.
- Skóla-, námskeiðs- og efnisgjöld eru óendurkræf.
- Reikningar fyrir skólagjöldum eru ekki sendir með gíróseðli heldur sendir í heimabanka og má finna afrit af reikningi undir "rafræn skjöl"
Námsgjöld í Keili skólaárið 2024 - 2025
Hægt er að nálgast upplýsingar um náms- og skólagjöld í Keili hér:
Gjaldskrá vegna vottorða, prófa o.fl. skólaárið 2024 - 2025
Staðfest vottorÐ
- Afrit af einkunnablaði, áfangavottorð eða staðfesting á skólavist: 1.000 kr.
- Brautskráningarskírteini á ensku: 6.000 kr.
- Áfangavottorð: 1.000 kr.
- Staðfesting á skólavist: 1.000 kr.
- Námskeiðslýsingar per. bls.: 1.000 kr. (hámark 1.750 kr.)
- Útskriftarskírteini í ábyrgðarpósti (ekki í boði að senda í venjulegum pósti) 2.000 kr.
Annað
- Aðgangslykill 3.000 kr.
Próftökugjald
- Upptökupróf: 6.000 kr. fyrir hvert próf. Athugið að greiða þarf fyrir próf tveimur virkum dögum fyrir prófdag í afgreiðslu Keilis eða með millifærslu á reikning Keilis.
- Upptökupróf/verkefni eftir fall í áfanga í ÍAK: 18.000 kr.
- Upptökupróf/verkefni eftir fall í áfanga á Háskólabrú: 23.500 kr.
- Prófgjald fyrir nemendur í öðrum skólum sem óska eftir að fá að taka próf í Keili: 6000kr
Velji nemendur að taka próf annars staðar en í Keili geta þeir tekið próf hjá símenntunarmiðstöðvum eða hjá viðurkenndum menntastofnunum. Nemendur þurfa að greiða þann kostnað sem til fellur vegna þessa sjálfir, Keilir er ekki milligönguaðili varðandi greiðslur.