Útskrift Keilis janúar 2024
- 41 stk.
- 17.01.2024
Myndir frá útskrift Keilis janúar 2024. Ljósmyndari Oddgeir Karlsson.
Skoða myndirMyndir frá útskrift Keilis janúar 2024. Ljósmyndari Oddgeir Karlsson.
Skoða myndirFöstudaginn 10. júní síðastliðinn var útskrift Keilis haldin í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Þar útskrifuðust nemendur af Háskólabrú, fagháskólanámi í leikskólafræðum, atvinnuflugnámi, ævintýraleiðsögunámi og ÍAK einka- og styrktarþjálfun.
Skoða myndirÍ dag, laugardaginn 18. desember, fór fram hátíðleg athöfn í húsnæði Keilis á Ásbrú í tilefni fyrstu útskriftar Menntaskólans á Ásbrú.
Skoða myndirKeilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 171 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 11. júní. Við athöfnina voru útskrifaðir 87 nemendur af Háskólabrú, 26 ÍAK einkaþjálfarar, 26 ÍAK styrktarþjálfarar og 32 atvinnuflugmenn. Útskriftin markaði þau tímamót að fjögurþúsundasti nemandinn útskrifaðist frá Keili og hafa nú samtals 4.166 einstaklingar útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar. Heiðurinn féll Daða Þór Ásgrímssyni, nemanda Háskólabrúar í skaut og fékk hann blómvönd frá Keili við þetta tækifæri.
Skoða myndirSamtals brautskráðust 42 nemendur frá Keili við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, en vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi.
Skoða myndirKeilir útskrifaði samtals 209 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 12. júní 2020 og er þetta lang stærsta brautskráning nemenda skólans frá upphafi. Samtals hafa nú 3.858 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007. Við athöfnina voru brautskráðir 109 nemendur af Háskólabrú, 78 atvinnuflugnemar og 22 ÍAK styrktarþjáflarar. Sökum raskanna á skólahaldi í vor frestast brautskráning nemenda úr ÍAK einkaþjálfaranámi, en útskrift þeirra fer fram með nemendum úr Verk- og raunvísindadeildar Háskólabrúar Keilis í ágúst. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, auk þess sem Þorgrímur Þráinsson flutti hátíðarræðu. Vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi á samfélagsmiðlum Keilis.
Skoða myndirSjö nemendur brautskráðust í þriðju útskrift námsbrautar Keilis í fótaaðgerðafræði við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 17. janúar síðastliðinn. Aðalheiður Hjelm fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur með 9,21 í meðaleinkunn, en þetta er hæsta lokaeinkunn í sem gefin hefur verið í fótaaðgerðafræðinámi Keilis frá upphafi. Ræðu útskriftarnema fyrir hönd fótaaðgerðafræðinga flutti Anna Vilborg Sölmundardóttir.
Skoða myndirHáskólabrú Keilis brautskráði samtals 56 nemendur úr öllum deildum. Með útskriftinni hafa samtals 1.911 nemendur útskrifast úr Háskólabrú Keili frá fyrstu útskrift skólans árið 2008 og hafa lang flestir þeirra haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis.
Skoða myndirFlugakademía Keilis - Flugskóli Íslands brautskráði 25 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 17. janúar 2020. Samtals hafa 332 atvinnuflugmenn útskrifast sem atvinnuflugmenn frá Keili, en ásamt Flugskóla Íslands hafa skólarnir tveir brautskráð yfir tólfhundruð atvinnuflugmenn.
Skoða myndirKeilir brautskráði 89 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 17. janúar 2020. Við athöfnina voru brautskráðir 57 nemendur af Háskólabrú, 25 atvinnuflugmenn og sjö nemendur úr fótaaðgerðafræði. Var þetta í fyrsta sinn sem útskrift Keilis fer fram í Hljómahöllinni, en fjölmennar útskriftir skólans voru búnar að sprengja utan af sér Andrews Theater á Ásbrú þar sem þær höfðu farið fram undanfarin ár.
Skoða myndirFlugakademía Keilis útskrifaði átján atvinnuflugnema laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp, og Snorri Páll Snorrason, skólastjóri Flugakademíunnar stýrði athöfninni. Dúx var Jacob Dahl Lindberg með 9,75 í meðaleinkunn og fékk hann bókagjöf frá Icelandair og flugtíma í ALSIM frá Keili - Flugskóla Íslands. Ræðu útskriftarnema flutti Philip Ljungberg. Með útskriftinni hafa samtals 89 atvinnuflugnemar lokið bóklegu námi í skólanum það sem af er ársins og samtals 307 nemendur frá upphafi skólans árið 2009.
Skoða myndirKeilir brautskráði fimmtán nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 16. ágúst. Með útskriftinni hafa alls 153 nemendur lokið Háskólabrú á þessu ári og samtals rétt tæplega 2.000 nemendur frá fyrstu brautskráningu Háskólabrúar Keilis árið 2008. Heildarfjöldi umsókna í Háskólabrú í ár er sambærilegur og undanfarin tvö ár og er þetta þriðja árið í röð þar sem metfjöldi umsókna berst í námið.
Skoða myndirFlugakademía Keilis útskrifaði 43 atvinnuflugnema föstudaginn 14. júní síðastliðinn. Með útskriftinni hafa samtals 71 atvinnuflugnemar lokið bóklegu námi í skólanum það sem af er ársins og samtals 289 nemendur frá upphafi skólans árið 2009.
Skoða myndirForsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Reykjanesbæ í byrjun maí. Þau litu við í Keili og fengu kynningu á starfsemi skólans, meðal annars nýjungum í kennsluháttum og námsumhverfi, auk kynningar á námsbrautum skólans, svo sem nýju námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú.
Skoða myndirKeilir útskrifaði 117 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ föstudaginn 12. janúar. Við athöfnina voru útskrifaðir 64 nemendur af Háskólabrú, 28 atvinnuflugmenn, 22 flugvirkjar og þrír ÍAK einkaþjálfarar.
Skoða myndirKeilir útskrifaði 115 nemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 9. júní. Við athöfnina brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu, auk nemenda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Thompson Rivers University og Keilis. Með útskriftinni hafa nærri 250 nemendur lokið námi frá skólum Keilis á árinu og samtals 2.914 nemendur úr öllum deildum Keilis frá stofnun skólans árið 2007.
Skoða myndirKeilir útskrifaði átján nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 12. ágúst.
Skoða myndirKeilir brautskráði 18 leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú þann 10. júní. Námið er á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada og var þetta þriðji hópurinn sem lýkur náminu. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, og Ross Cloutier yfirmaður námsins hjá TRU flutu ávarp, auk þess sem Fífa Lísa Óskarsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Dúx var Unnur Ósk Unnsteinsdóttir með 8,56 í meðaleinkunn og fékk hún gjöf frá GG sjósport fyrir námsárangur. Aukin ásókn er meðal erlendra nemenda í leiðsögunámið og stefnir í að um helmingur þeirra 24 nemenda sem hefja nám í haust komi erlendis frá. Opið er fyrir umsóknir í námið til 13. júní.
Skoða myndirKeilir útskrifaði alls 163 nemendur úr þremur skólum við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 10. júní, þar af alls 76 úr Íþróttaakademíu Keilis. Samtals útskrifuðust 50 ÍAK einkaþjálfarar og átta ÍAK styrktarþjálfarar. Tinna Mark Antonsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfaranámi með 9,8 í meðaleinkunn og Arna Ösp Gunnarsdóttir fyrir ÍAK styrktarþjálfaranám með 9,25 í meðaleinkunn. Fengu þær gjafabréf í Nike verslunina frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Þá brautskráðust 18 leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Þetta er þriðji hópurinn sem lýkur náminu, sem er átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Ross Cloutier yfirmaður námsins hjá TRU flutti ávarp og Fífa Lísa Óskarsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Dúx var Unnur Ósk Unnsteinsdóttir með 8,56 í meðaleinkunn og fékk hún gjöf frá GG sjósport fyrir námsárangur. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp.
Skoða myndirFlugakademía Keilis útskrifaði 27 atvinnuflugmannsnemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 10. júní. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Kolbeinn Ísak Hilmarsson með 9,77 í meðaleinkunn, en það er næst hæsta einkunn úr atvinnuflugmannsnámi Keilis frá upphafi. Kolbeinn fékk gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Axel C.Thimell. Alls hafa 128 atvinnuflugmenn útskrifast frá Keili frá upphafi skólans. Aukin ásókn hefur verið í flugnám við Keili og stefnir í fjölmennasta árgang atvinnuflugmannsnemenda við skólann á þessu ári. Þá hefur Flugakademían bætt við flugvélakostinn og hefur nú yfir að ráða níu fullkomnar kennsluvélar frá Diamond flugvélaframleiðandanum, þær fullkomnustu og nýstárlegustu á landinu.
Skoða myndirHáskólabrú Keilis útskrifaði í allt 60 nemendur úr þremur deildum, þar af sjö fjarnámsnemendur, við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 10. júní.
Skoða myndirKeilir útskrifaði 163 nemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 10. júní. Við athöfnina brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu, auk nemenda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Thompson Rivers University og Keilis. Með útskriftinni hafa 267 nemendur lokið námi frá skólum Keilis á árinu og stefnir í að þeir verði orðnir rúmlega 300 talsins í sumar, þar sem enn á eftir að brautskrá nemendur af verk- og raungreinadeild Háskólabrúar Keilis, auk nemenda í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Aldrei hafa jafn margir einstaklingar lokið námi í Keili á einu ári síðan skólinn hóf starfsemi sína árið 2007.
Skoða myndirKeilir útskrifaði 90 nemendur úr fjórum deildum þann 16. janúar og hafa þá í allt 1.982 nemendur útskrifast frá skólanum síðan hann hóf starfsemi árið 2007.
Skoða myndirKeilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 150 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 20. júní.
Skoða myndirÞað var bjart yfir nemendum og starfsfólki Keilis í hádeginu 7. maí síðastliðinn. Þá voru grillaðar pylsur í tilefni af sjö ára afmæli skólans.
Skoða myndirKeilir útskrifaði 102 nemendur af fimm brautum 24. janúar síðastliðinn og hafa þá í allt 1.709 nemendur útskrifast frá skólanum síðan hann hóf störf árið 2007. Útskrifaðir voru nemendur af Háskólabrú, einkaþjálfaranámi, flugumferðarstjórn, flugþjónustu og atvinnuflugmannsnámi.
Skoða myndirStúdentar í tæknifræði Keilis héldu upp á Halloween og leystu skemmtilegar þrautir, annað hvort að forrita hryllingssögu með myndum eða leysa stærðfræði.
Skoða myndirMyndir frá útskrift nemenda Háskólabrúar Keilis í ágúst 2013
Skoða myndirKeilir brautskráði nemendur af Háskólabrú og Flugakademíu föstudaginn 25. janúar 2013. Alls brautskráðust 109 nemendur, þar af 86 nemendur úr fjarnámi Háskólabrúar, 14 úr flugþjónustunámi, fimm úr flugumferðarstjórn, þrír úr flugrekstrarfræði og einn atvinnuflugmaður. Útskriftin fór fram í Andrews Theater á Ásbrú að viðstöddu fjölmenni.
Skoða myndirNýnemar í tæknifræðinámi Keilis unnu á dögunum örverkefni sem gekk út á að byggja fjarstýrða kúplingu í bíl. Þeir höfðu 48 tíma til að vinna verkefnið, sem gekk að óskum. Nemendur unnu auk þess fleiri minni verkefni ásamt því að vera í hópefli og teymisvinnu fyrstu þrjár vikurnar í náminu.
Skoða myndirMyndir frá útskrift tæknifræðinga hjá Keili, laugardaginn 23. júní 2012
Skoða myndirFjórði bekkur Ísaksskóla í Reykjavík kynntust vísindagöldrum og tæknibrellum í Keili á dögunum.
Skoða myndirMyndir frá opnum degi í Keili, sumardaginn fyrsta 19. apríl 2012
Skoða myndirFyrirlestur á vegum Keilis, Garðarshólma, Kadeco og Stofnunar Sæmundar fróða í Háskóla Íslands, ásamt Climate Reality Project sem helgar sig upplýstri umræðu um loftslagsbreytingar.
Skoða myndirMyndir frá formlegri opnun smíðaaðstöðu tæknifræðináms Keilis, 24. nóvember 2011
Skoða myndirKeilir tekur þátt í samstarfsverkefninu Enter+ með fræðsluaðilum frá Frakklandi, Þýskalandi, Slóveníu og Ítalíu. Verkefnið gengur út á að búa til samstarfsnet evrópskra menntastofnanna með áherslu á nám og þjálfun sem tengist endurnýjanlegri orkutækni og leiðum til orkunýtni.
Skoða myndirMyndir frá þátttöku nemenda úr Orku- og tækniskóla Keilis í Hönnunarkeppni iðnaðar- og vélaverkfræðinema Háskóla Íslands 4. febrúar 2011.
Skoða myndirÁ ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var Hjördís Unnur Másdóttir nemandi í Orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili valin sem "Fyrirmynd í námi fullorðinna". Samnemendur fögnuðu titlinum með henni með kaffi og köku.
Skoða myndirSendinefnd frá Hamfarastofnun Kyoto háskólans í Japan í heimsókn hjá Forseta Íslands á Bessastöðum ásamt fulltrúum Keilis, Veðurstofu og Samgönguráðuneytis
Skoða myndirMyndir frá bás Orku- og tækniskóla Keilis á Vísindavöku Rannís 2010
Skoða myndirMyndir frá Opnum degi hjá Keili sumardaginn fyrsta síðastliðinn
Skoða myndirHópur starfsfólks Keilis lagði leið sína að eldgosinu á Fmmvörðuhálsi 27. mars 2010.
Skoða myndirKeilir kynnti námsframboð skólans í Menntaskólanum á Egilsstöðum, fimmtudaginn 18. mars síðastliðinn.
Skoða myndir