Keilir tekur reglulega þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum á vegum Nordplus, Erasmus+ og EEA. Hér má finna yfirlit yfir þau verkefni sem Keilir er þátttakandi að 2016 - 2020.
BestEDU | 2021 - 2023
Samstarfsverkefni - Erasmus+
Vendinámssetur Keilis heldur utan um nýtt fjölþjóðlegt verkefni sem snýr að góðum starfsvenjum í evrópsku skólakerfi á tímum Covid. Verkefnið, sem er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins, er til tveggja ára og er unnið í samstarfi átta skóla og fræðslustofnana í sex Evrópulöndum.
Markmið verkefnisins verður að draga saman þær breytingar sem hafa átt sér stað í skólum á undanförnum misserum, hvernig Covid hefur aðlagað skólastarf að breyttu námsumhverfi og hvernig snemtæk íhlutun og aðlögunarfærni hefur haft jákvæð áhrif á framvindu náms í evrópskum skólum.
Sérstaklega verður litið til reynslu kennara og nemenda á fjarnámi, auk þess hvernig námsgreinar og skólar sem hafa minni reynslu af innleiðingu fjarnáms eða vendináms í skólastarfi geta dregið lærdóm af skólahaldi á tímum Covid. Með því að draga saman raunverulegar reynslusögur verður leitast við að draga saman jákvæða þætti sem gætu nýst skólum í framtíðinni og þegar óviðbúin breytingarferli eiga sér stað.
Þá munu samstarfsaðilar í verkefninu skoða hvort og hvernig hægt er að yfirfæra þessa reynslu yfir á greinar sem hefur verið erfiðara að mæta á þessum tímum svo sem fræðslu aldraðra, nám í heilsu- og líkamsrækt, mennun í afskekktum byggðum, verk- og iðnnám, svo eitthvað sé nefnt.
Verkefnið BestEDU er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins.
Þeir fræðsluaðilar sem taka þátt í verkefninu eiga það sammerkt að hafa aðlagað og innleitt nýjar kennsluaðferðir á undanförnum árum til að mæta breyttri þörf nemenda. Þá var litið til þess að samstarfsaðilarnir væru frá ólíkum sviðum og væru fulltrúar sem flestra skólastiga, svo sem grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum, ásamt starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu, verk- og iðnnámsgreinum. Þá hafa samstarfsaðilar einnig reynslu af menntun og fræðslu innflytjenda, minnihlutahópa, aldraðra og nemenda með sérþarfir. Þátttakendur eru:
- Árskóli á Sauðárkróki (Ísland)
- Fisktækniskóli Íslands
- Háskólinn í Austur Finnlandi (University of Eastern Finland)
- Háskólinn í Suður Danmörku (University College South Denmark)
- Action Synergy í Grikklandi
- Galileo starfsmenntastofnunin á Ítalíu
- Slava Raškaj Educational Centre í Króatíu
Rare Routes | 2020 - 2023
Samstarfsverkefni - Erasmus+
Keilir tekur þátt í samstarfsverkefni við skóla og ferðaþjónustuaðila á Ítalíu og Tyrklandi undir heitinu RARE R.O.U.T.E.S. Responsible Original Unpolluting Tourism Entrepreneurship. Verkefnið miðar að því að styrkja samstarf milli skóla, sveitarfélaga, opinberra stofnana og fyrirtækja með það að markmiði að leiða saman færni og þekkingu nemenda í ferðaþjónustu við menningararf, umhverfismál og þá samfélagslegu arfleifð sem ferðaþjónustuaðilar styðjast við og nýta sér á ákveðnum svæðum.
Námsefni verður þróað og starfstengd námskeið sem nýtast ferðaþjónustuaðilum sem vilja byggja á sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu. Þá verður gögnum um góðar starfsvenjur í sjálfbærri ferðaþjónustu safnað og deilt milli samstarfsaðila. Leitast verður við að styrkja stöðu ungs fólks á vinnumarkaði með eflingu starfsnáms, þekkingar og færni þeirra sem leiðtogar og frumkvöðlar innan greinarinnar.
Verkefnið sem er til þriggja ára hlaut hæstu einkunn allra Erasmus+ umsókna á Ítalíu eða samtals 416.000 Evra styrkveitingu.
Samstarfsaðilar Keilis eru starfsmenntaskólar frá Ítalíu og Tyrklandi, ICEI – International Economic Cooperation Institute, ásamt ferðaþjónustuaðilum frá samstarfslöndunum. Auk þess taka Markaðsstofa Reykjaness, Samtök ábyrgrar ferðaþjónustu (AITR) og Start-Up Turismo á Ítalíu, ásamt Alþjóðlegu samtökunum um félagslega ferðaþjónustu (ISTO) þátt í verkefninu.
GameEdu | 2018 - 2020
Samstarfsverkefni - Erasmus+
GameEdu er tveggja ára samstarfsverkefni skóla frá fjórum Evrópulöndum um nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi og í starfsmenntun. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins og eru samstarfsaðilar Keilis, skólarnir Yrgo í Svíþjóð, Dania í Danmörku og Grafisch Lyceum Utrecht í Hollandi. Markmiðið með verkefninu er að efla samstarf milli landanna og deila góðum starfsvenjum þegar kemur að þróun markaðssetningu og eflingu leikjagerðarnáms.
INTEMIS - Innovative Teaching Method for an Inclusive School | 2016 - 2018
Erasmus+ samstarfsverkefni - Menntáætlun Evrópusambandsins
- IIS Leonardo da Vinci starfsmenntaskólinn á Ítalíu
- Essenia UETP, Ítalíu
- Inercia Digital, Spáni
- Acition Sinergy, Grikklandi
- UCsyd Háskólinn í Danmörku
- Háskólinn í Porto, Portúgal
- Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Íslandi
NEXT - From Best to Next Practices in Flipped Learning | 2016 - 2017
FLIP - Evrópuverkefni um þróun vendináms | 2014 - 2016
Erasmus+ samstarfsverkefni
Haustið 2014 hlaut Keilir, ásamt samstarfsaðilum á Íslandi og í Evrópu, rúmlega þrjátíu milljóna króna styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til þróunar á handbókum um innleiðingu vendináms (flipped classroom). Verkefnið er til tveggja ára og nefnist FLIP - Flipped Learning in Praxis.
Markmið verkefnisins er að þróa verklagsviðmið um innleiðingu vendináms í skólum þar sem upplýsingatækni er notuð til að auðga námsumhverfi nemenda. Áhersla verður lögð á vendinám í litlum og sérhæfðum skólum, sem og starfs- og iðngreinar. Einkum verður leitast við að afmarka og gera grein fyrir þeim þáttum í innleiðingarferli sem stuðla að árangursríkri notkun upplýsingatækni, einstaklingsmiðuðu námsumhverfi, og verkefnamiðuðu námi.
Meðal afurða verkefnisins eru handbækur fyrir kennara sem vilja innleiða vendinám, verða ráðstefnur og vinnubúðir fyrir kennara í samstarfslöndunum, samantekt á fyrirmyndarverkefnum og bestu starfsvenjum í vendinámi, uppsetning á opnum gagnagrunni þar sem aðilar geta deilt efni sem tengist innleiðingu og utanumhaldi vendináms.
Alþjóðleg ráðstefna um vendinám
Í tengslum við verkefnið verður haldin opin ráðstefna og vinnubúðir um innleiðingu og notkun vendináms 14. - 15. apríl 2015 og fer hún fram á Ásbrú í Reykjanesbæ. Meðal leiðbeinenda verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, höfundar Flip Your Classroom. Kennarar og skólastjórnendur á öllum skólastigum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Nánari upplýsingar og skráning hér.
Nánari upplýsingar
Samstarfsaðilar FLIP verkefnisins
Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá skólum og stofnunum sex Evrópulanda.
Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs (Ísland)
Háskóli Íslands (Ísland)
Mentor (Ísland)
Consorzio Lavoro e Ambiente (Ítalía)
Giunti Scuola (Ítalía)
Institute of Education - University of London (Bretland)
Miska (Slóvenía)
Sandvika Secondary School (Noregur)
sofatutor (Þýskaland)
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.
Ráðstefna og vinnubúðir um vendinám | 2015
Alþjóðleg ráðstefna um vendinám, 14. apríl 2015
Dagskrá ráðstefnunnar (Birt með fyrirvara um breytingar)
- kl. 09:00 Setning
- kl. 09:30 Aaron Sam og Jonathan Bergmann
- kl. 11:00 Vinnustofa 1
- kl. 11:40 Kaffihlé
- kl. 11:50 Vinnustofa 2
- kl. 12:30 Hádegisverður
- kl. 13:30 Vinnustofa 3
- kl. 14:10 Kaffihlé
- kl. 14:20 Vinnustofa 4
- kl. 15:00 Samantekt ráðstefnunnar
- kl. 16:00 Léttar veitingar
Vinnustofur á FLIP ráðstefnunni
Hátt í tuttugu mismunandi vinnustofur verða á FLIP ráðstefnunni. Reiknað er með að hver vinnustofa taki 40 mínútur og verða þær haldnar fjórum sinnum á ráðstefnudeginum víðsvegar um aðalbyggingu Keilis. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í vinnustofurnar, en það gætu verið fjöldatakmarkanir þannig að ekki komast allir að á sama tíma. Hægt er að nálgast upplýsingar vinnustofurnar hér.
Vinnustofur á FLIP ráðstefnu
Reiknað er með að hver vinnustofa taki 40 mínútur og verða þær haldnar fjórum sinnum á ráðstefnudeginum víðsvegar um aðalbyggingu Keilis. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í vinnustofurnar, en það gætu verið fjöldatakmarkanir þannig að ekki komast allir að á sama tíma.
- Vendinám og skapandi upptökur - Stofa B1
Kynntar verða leiðir sem kennarar geta farið í upptökum á námsefni sinnar námsgreinar og fært sig að einhverju leyti frá hinum hefðbundnu glærum. Sýnt verður hvernig kennarar geta tekið upp innslög þar sem fjallað er um námsefnið á lifandi og skapandi hátt. Opnað verður fyrir umræður þar sem góðar og gagnlegar hugmyndir munu vafalaust verða til.
- Vendinám og raungreinar - Stofa A8
Á vinnustofunni verða ræddar hugmyndir um það hvernig hægt er að nýta tímann í eðlis-, efna- og líffræði, hvernig vendinám og verklegir tímar fara saman og hvernig við sem kennarar getum tryggt að nemendur hlusti á fyrirlestra áður en þeir mæta í tíma. Þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í umræðum og hugmyndavinnu sem snýr að vendinámi í raungreinum.
- Vendinám og námsmat - Stofa B11
Í þessari vinnustofu verður viðfangsefnið námsmat skoðað í stóra samhenginu; hvert er markmiðið? Einnig verður stutt kynning á þeim tilraunum sem gerðar hafa verið með námsmat og verkefnaskil. Opnað verður fyrir umræður og vangaveltur um hvernig hver og einn kennari geti gert breytingar á sínu námsmati.
- Vendinám, kennslumyndbönd og rafbækur í stærðfræði - Stofa A1
Farið verður í hvernig kennslumyndbönd í stærðfræði eru búin til í appinu Explain Everything. Einnig verður farið yfir hvernig á að búa til rafbók í iBooks Author þar sem kennslumyndböndin eru meðal annars nýtt. Í lokin verður opnað fyrir umræður og spurningar og þeir sem vilja geta prófað að búa til myndband eða rafbók. - Forrit og samfélagsmiðlar í vendinámi - Stofa B7
Eftir stutta kynningu á hugtakinu samfélagsmiðlar og hvernig þeir nýtast í skólastarfi skiptast þátttakendur í tvo hópa. Annarsvegar þeir sem vilja ræða saman um notkun samfélagsmiðla og svo hinsvegar þeir sem vilja nota tækifærið og fá aðstoð við fyrstu skefin í Facebook og eða Socrative. Umræðupunktum og leiðbeiningum fyrir þá sem vilja gera æfingar á tölvuna sína verður útbýtt á staðnum. Umsjónarmaður málstofu aðstoðar báða hópa eins og þarf.
- Vendinám og endurmenntun - Stofa B9
Fjallað verður um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér kennslukerfi og tæknina í sí- og endurmenntun starfsfólks. Þannig geta fyrirtæki til að mynda sparað sér mikinn kostnað við að senda starfsmenn milli landshluta eða landa til að fara á námskeið.
- Vendinám og tónlistarnám - Stofa A2
Í þessari vinnustofu verður fjallað um hvernig nýta megi vendinám í tónlistarkennslu. Rætt verður um möguleika þess að taka upp æfingar og fyrirmæli sem eru aðgengileg nemendum hvenær sem þeim hentar og hvort hlutverk tónlistarkennarans breytist með slíku kennslufyrirkomulagi. Loks verður opnað fyrir umræður um kosti og galla vendináms í tónlistarnámi, möguleika tónlistarfjarnáms og áskoranir stafrænnar tónlistarkennslu.
- Beiting vendináms í verknámi - Stofa A4
Verkleg kennsla í iðnnámi hefur ríka hefð fyrir því að láta nemendur vinna sjálfstætt með aðstoð leiðbeinenda. Í vinnustofunnni verður skoðað hvernig spegluð kennsla er þegar hluti af verknámi og eykur þátttöku nemenda í námi. Verður sýnd nútímaleg nálgun og útfærsla á verknámi með hliðsjón af spegluðum kennsluháttum.
- Vendinám og stjórnendur (skipulag, uppsetning kennslustofu og fl) - Stofa B4
Rætt um hlutverk stjórnenda skóla sem vilja innleiða vendinám. Hverjir eru helstu þættir í undirbúningi, innleiðingu og eftirfylgni? Fjallað verður um stundaskrár, kynningu fyrir starfsfólki, stofuskipan, kjarasamninga, tæknimálin o.s.frv. Hvað getur stjórnandinn gert?
- Vendinám og tungumál - Stofa A5
Hvernig getur við flippað tungumálanámi? Það sem meira er, hvernig mun það auka hæfni nemenda? Í þessari vinnustofu verður fjallað um innleiðingu og skipulag vendináms í þýsku og ensku. Því munu fylgja umræður meðal þátttakenda um árangur og mögulega nálgun í tungumálakennslu. - Vendinám, Hover Cam og stærðfræðiupptökur - Stofa B2
Í þessari vinnustofu verða kynntar tvær leiðir til að taka upp stærðfræði í vendinámi. Farið verður farið í uppbyggingu og skipulag í stærðfræðiáfanga með spegluðum kennsluháttum þar sem Smartboard og Hover Cam verður kynnt og sýnt hvernig það er notað með upptökuforritnu Camstasia. Eftir kynninguna verður opið fyrir umræður og þátttakendum býðst til að prófa upptökugræjurnar.
- Vendinám og samfélagsgreinar - Stofa A3
Í þessari vinnustofu verða ræddar leiðir til þess að búa til verkefni í samfélagsgreina-kennslu sem henta vendinámi. Hvernig getum við hjálpað nemendum til þess að auka skilning sinn á samfélagsgreinum með því að búa til verkefni sem gerir þeim kleift að upplifa sjálf og læra út frá reynslu. Í lokin verður boðið upp á umræður um vendinám og samfélagsgreinar.
- Vendinám Fyrstu skref kennarans - Stofa B5
Hvernig stígur kennari fyrstu skrefin á átt að vendinámi? Að hverju þarf að hyggja? Farið verður yfir þau atriði sem skipta máli í vendinámi. Hvernig kennarar geta háttað undirbúningi fyrir vendinám, hvernig tími kennarans nýtist í kennslustofunni, hvernig nemendur eru undirbúnir fyrir kennslutíma og hvernig hægt er að skipuleggja námsefnið í þessu kennsluformi. Reynslusögur um fyrstu skref í vendinámi verða tekin fyrir bæði úr grunn- og framhaldsskóla. Opið fyrir umræður að kynningu lokinni.
- Vendinám fyrir nemendur með sérþarfir - Stofa B10
Á vinnustofunni deila framsögumenn reynslu sinni af því hvernig vendinám nýtist nemendum sem hafa þörf fyrir aðra nálgun á nám en hina hefðbundnu bekkjarkennslu. Einkum verður horft á viðfangsefnin út frá sjónarhorni þeirra sem styðja nemendur með sérþarfir, s.s. sérkennara og námsráðgjafa. - Vendinám á háskólastigi
Rætt um reynsluna af vendinámi á háskólastigi, upptökur, verkefni, viðbrögð stúdenta, kosti, galla o.s.frv. -
Vendinám og einfaldar upptökur í upplýsingatæknikennslu - Stofa B3Fjallað verður um hvernig hægt er að styðjast við einfaldar upptökur í upplýsingatæknikennslu. Sýnt verður hvernig taka má upp fyrirlestra í Camtasia Relay, en forritið tekur upp bæði hljóð og mynd. Dæmi verða tekin um hvernig kenna má Microsoft Excel og Word með þessum hætti. Einnig verður fjallað um hvernig nýta megi kennslustundir þar sem allir nemendur hafa horft á fyrirlestrana. Í lokin verður opnað fyrir umræður.
- Vendinám, tölvur og tækni - Stofa B13
Í vinnustofunni verður fjallað um hvernig búnaðar- og tæknimálum þarf að vera háttað í vendinámsskóla. Fjallað verður um upptökur og hýsingu á þeim auk þess að rætt verður um búnað og forrit fyrir vendinám.
- The Blended Classroom: How teachers can use blended learning to engage their students in exciting new ways
Designed for teachers and how they want to teach, itslearning is a cloud-base learning platform that connects teachers, students, parents and school leaders both in and outside the classroom. It gives teachers countless ways to create engaging lessons and resources, makes sharing materials easy, and automates routine tasks so teachers have more time to focus on their students. This presentation looks at some of the possibilities offered by itslearning and shows how teachers can engage their students with exciting and rich multi-media content that can be used at in the classroom, at home, and online. Join us for a dynamic and fast-paced presentation that may open your eyes to what the future may hold.
Vinnubúðir með Jonathan Bergmann og Aaron Sams
Í kjölfar FLIP ráðstefnunnar 14. apríl 2015 gefst þátttakendum kostur á að sækja vinnubúðir þar sem þeir geta prófað sig áfram í tæknimálum og kennsluháttum, ásamt því hvernig þeir eiga að undirbúa námsefni og kennslustundir í vendinámi.
Vinnubúðir með Jonathan Bergmann og Aaron Sams 15. apríl 2015
Flipping for Administrators: Come learn from Jon Bergmann and Aaron Sams as they take you on their journey from lecturers to flipped class pioneers. Learn how teachers can talk to every student in every class every day creating a learner centered, inquiry driven, problem based classes. Jon and Aaron will focus on how administrators can implement flipped learning into their schools. Learn how you can begin to transform your school by asking one critical question: What is the best use of my face-to-face class time?
Flipped Learning in the Future Classroom
Erasmus+ nám og þjálfun - Menntáætlun Evrópusambandsins
Verkefnið gengur út á að sameina nýjungar í kennsluháttum og kennslurými, með því að leiða saman kennara og starfsfólk Keilis og fullorðinsfræðslumiðstöðvarinnar VUCsyd í Danmörku.
Keilir on the job training - Module 11 Practical - AST Scotland
Erasmus+ nám og þjálfun - Menntáætlun Evrópusambandsins
Verkefnið gengur út á starfsþjálfun nemenda Keilis í flugvirkjun í verklegri aðstöðu AST (Air Service Training) í Skotlandi. Styrkir verkefnið ferðir og uppihald nemenda á lokaári í flugvirkjanámi skólans í fjögurra vikna verklega þjálfun hjá AST.