Fara í efni

Gæðastefna

Gæðastefna Keilis er sett undir forystu framkvæmdastjóra Keilis. Hann ber ábyrgð á því að gæðastefnan sé í samræmi við markmið og starf Keilis.Framkvæmdastjóri skal sjá til þess að gæðastefnunni sé viðhaldið.

Gæðastefna Keilis er birt á heimasíðu Keilis og er einnig aðgengileg á gæðavef Keilis.

Sérstakt gæðaráð skal leitast við að starfsemin taki sem mest mið af markmiðum Keilis. Í því skyni stuðlar gæðaráð að innra eftirliti, ytri úttektum sem og tillögum til úrbóta eftir því sem kostur er. Skal stöðugt leitað eftir samstarfi nemenda og starfsfólks í þessu skyni. Unnið er á grundvelli laga um framhaldsskóla 92/2008 með síðari breytingum sem og samningi Keilis við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Gæðaráð er skipað þremur aðilum sem eru valdnir af framkvæmdastjóra, sem situr einnig í gæðaráði. Einnig er fulltrúi foreldra, kennara og nemenda kallaðir á gæðaráðsfundi þegar við á.

Samkvæmt gæðastefnu Keilis skal stöðugt leitast við að:

  • Halda uppi skýru og reglulegu innra eftirliti með úttektum sem hluti af gæðakerfi Keilis. Leita jafnframt eftir ytra eftirliti sem þjóna megi markmiðum gæðastefnu þegar þess telst þörf.
  • Safna sem gleggstum upplýsingum um árangur af skólastarfi, þ.m.t. árangur í námsmati, umsögnum um kennara og starfsfólk, árangur nemenda að námi loknu, líðan nemenda og starfsfólks í skólanum og annað það sem kann að þjóna gæðamarkmiðum.
  • Endurskoða reglulega gæðamarkmið.
  • Taka út reglulega styrkleika og veikleika í starfinu.
  • Sjá til þess að öllum markmiðum, s.s. um fjölskyldustefnu, samfélagsábyrgð, umhverfisstefnu og fjárhagslegri ábyrgð sé fylgt.
  • Tryggja að starf Keilis sé í samræmi við lög, reglugerðir og samninga er snerta starfið á einhvern hátt og sjá til þess að réttindi allra séu virt.

Gæðaráð Keilis heyrir undir framkvæmdastjóra Keilis og sinnir gæðamálum. Gæðaráð setur fram markmið um innri úttektir og sér til þess að þær séu framkvæmdar og niðurstöðum sé skilað til gæðaráðs, sem heldur til haga öllu sem við kemur gæðamálum hjá Keili. Um miðja hverja önn metur gæðaráð hvort markmiðum sé fylgt eftir og frávikum sé lokað.

Gæðamarkmið 2024 - 2025

Markmið með neðangreindri áætlun um innri úttektir er að ná fram stöðugum umbótum á starfsemi Keilis þ.e. að notast við gæðakerfi sem vinnur með stöðugar umbætur og tryggir faglegt skólastarf á sem flestum sviðum í starfsemi skólans. Markmið með hverri úttekt fyrir sig má sjá neðar. 

Innri úttektir

Árlega framkvæmir skólinn innri úttektir með það að markmiði að sannreyna að unnið sé faglega, í samræmi við verklagsreglur og til að hafa yfirsýn yfir hinar ýmsu tölulegu upplýsingar svo hægt sé að bregðast við ef neikvæð þróun á sér stað. Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar í ársskýrslum.

Hér má sjá áætlun um innri úttektir fyrir árið 2024 til 2025

Haust 2023 Vor 2024 Úttektaraðili
1. Kennsla og kennsluhættir (matsfundir, kennslukannanir)  x x Gæðaráð
2. Tölulegar upplýsingar (skráningarbrottfall, aldur, kyn og búseta nemenda, nemendafjöldi, fjöldi útskrifaðra o.fl.) x x Áfangastjóri 
3. Starfsmannasamtöl og vinnustaðarkönnun x x Framkvæmdastjóri/gæðaráð
4. Líðan nemenda og þjónusta skólans    x Gæðaráð
5. Prófanir í tölvudeild x x Tölvudeild
6. Náms- og starfsgengi nemenda sem útskrifaðir eru   x Gæðaráð
7.Úttekt á húsnæði x   Fjármálasvið/Húsnæðissvið
8. Úttekt á stöðu eigna   x Fjármálasvið/Húsnæðissvið
9. Úttekt á jafnlaunavottun   x Fjármálasvið
10.Yfirferð og endurskoðun á stefnum og áætlunum Keilis x x Gæðaráð
11. Námsmat x x Verkefnasjóri
12. Námsárangur x x Verkefnastjóri
       

1. Kennsla- og kennsluhættir

Markmið með úttekt er að:

Viðhalda stefnu Keilis í nútímalegum kennsluaðferðum, með sérstaka áherslu á vendinám. Að tryggja að staðið sé að námsmati á sanngjarnan, fjölbreyttan og faglegan máta. Að nemendur séu sáttir við kennara sína og að staðið sé á allan hátt faglega að þeim námskeiðum/áföngum sem kenndir eru hverju sinni.

Framkvæmd:

Kennsla og kennsluhættir eru metnar á tvenna vegu, annars vegar með kennslukönnun sem send er út á nemendur og svarað rafrænt. Hins vegar
með matsfundum sem haldnir eru með úrtaki úr hverri deild, þar sem aðrir starfsmenn en kennarar innan Keilis fara einn hring með nemendum þar sem þeir segja hvað deildin er að gera vel og annan hring þar sem nemendur segja frá hvað hægt er að bæta, í kjölfarið eru almennar umræður.
Gæðastjóri sendir nemendum kennslukannanir þar sem sérstök áhersla er á upplifun nemenda varðandi eftirfarandi þætti:

  • Unnið sé eftir stefnu Keilis í vendinámi samkvæmt skólanámskrá.
  • Kanna hvort viðmót kennara til nemenda sé gott.
  • Kanna hvort unnið sé faglega að námskeiðinu.
  • Kanna hvort námsmat í áfanganum sé fjölbreytt.

Matsfundir eru óformlegt samtal í litlum hópi nemenda þar sem athugasemdir eru skráðar nafnlaust og tækifæri gefst til samtals meðal úrtakshópsins. Áhersla er lögð á frjálst flæði ábendinga en umræðan í kjölfarið styðst við mat á eftirfarandi þáttum:

  • Hvort námið í heild hafi staðist væntingar.
  • Hvort nemandinn telji sig hafa lært eitthvað nýtt.
  • Hvort nemandanum finnist námsefnið skemmtilegt.
  • Hversu auðvelt/erfitt nemandanum finnst námsefnið.
  • Hvort áhugi nemandans hafi vaxið á náminu síðan það hófst.
  • Hvort nemandinn sé ánægður með kennsluna í heild sinni.
  • Hvort nemandinn fái aðstoð í náminu þegar á þarf að halda.
  • Hvort nemandinn sé ánægður með aðstöðuna hjá Keili.

Framkvæmdastjóri fer yfir niðurstöður kennslukönnunar með kennara og ef úrbóta er þörf eru sett markmið um úrbætur. Viðmiðið er að hver þáttur í markmiði fari ekki undir 3,5 að meðaltali. Farið er yfir niðurstöðu matsfunda með framkvæmdastjóra og úrbótaáætlun útbúin ef þess er þörf og reynt að bregðast strax við eins og hægt er.

2. Tölulegar upplýsingar (skráningarbrottfall, aldur, kyn og búseta nemenda, nemendafjöldi, fjöldi útskrifaðra og brottfall nemenda eftir að þeir byrja í námi)


Markmið með úttekt er að:

  • Hafa yfirsýn yfir tölulegar upplýsingar til að geta gripið inn í þegar t.d. neikvæð þróun á sér stað og gripið til úrbóta ef þarf.

Framkvæmd:

Áfangastjóri keyrir út lista af Innu og tekur saman gögn, rýnir í gögnin miðað við fyrri ár og skilar af sér skýrslu um þær breytingar sem hafa átt sér stað.

Úrbótaáætlun unnin út frá niðurstöðum.

Úttektir framkvæmdar í febrúar og október.

3. Starfsmannasamtöl og vinnustaðarkönnun


Markmið með úttekt er að:

  • Efla starfsmenn og hvetja til starfsþróunar, efla samskiptin, stuðla að aukinni starfsfánægju, bæta vinnuaðstæður og ræða framtíðaráform og setja sér markmið.

Framkvæmd starfsmannasamtala:

Árlega boðar næsti yfirmaður til starfsmannasamtals við starfsfólk innan sinnar deildar þar sem m.a. er rætt:

  • Líðan starfsmanns.
  • Verkefna- og ábyrgðasvið.
  • Starfsánægju.
  • Frammistöðu.
  • Stjórnun.
  • Samskipti o.fl.

Framkvæmd vinnustaðarkönnunar starfsfólks:

Árlega sendir gæðastjóri út vinnustaðarkönnun á allt starfsfólk skólans þar sem m.a. er lagt mat á:

  • Ánægju með vinnuaðstöðu.
  • Starfsanda.
  • Upplýsingaflæði.
  • Stjórnun.
  • Vinnuálag.
  • Samskipti o.fl.

Helstu niðurstöður úr starfsmannasamtölum eru teknar saman og þau mál sem þarfnast úrlausnar sett í ferli og sex mánuðum síðar er skoðað hvort því ferli sé lokið.

Niðurstöður úr vinnustaðarkönnun starfsfólks eru rýndar og m.a. skoðaðar breytingar á milli ára. Viðbrögð og aðgerðir skráðar í úrbótaáætlun.

Úttektir framkvæmdar í febrúar til apríl.

4. Líðan nemenda og þjónusta skólans


Markmið með úttekt er að:

  • Efla faglega og persónulega þjónustu Keilis við nemendur. Koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir nemenda. Efla stoðþjónustu Keilis til að takast á við þarfir nemenda.

Framkvæmd:

Gæðastjóri sendir út könnun á alla nemendur skólans þar sem lagt er mat á:

  • Ánægju og líðan nemenda Keilis.
  • Hlutfall nemenda Keilis sem er að glíma við andlega erfiðleika.
  • Hve stór hópur glímir við sértæka námsörðuleika.
  • Hvort nemendur eru almennt að nýta sér þjónustu skólans og hvernig þeim líkar hún.

Niðurstöður eru rýndar og m.a. skoðaðar breytingar á milli ára og skoðað út frá niðurstöðum kannana hvort auka þurfi þjónustu við nemendur. Viðbrögð og aðgerðir skráðar í úrbótaáætlun.

Úttekt er framkvæmd í febrúar.

5. Prófanir í tölvudeild


Markmið með úttekt er að:

  • Sjá til þess að farið sé eftir reglum og tilmælum sem gilda um upplýsingaöryggi og meðferð tölvugagna í Keili.

Framkvæmd:

Tölvudeild gerir úttekt þrisvar á ári þar sem þar til gerðir gátlistar eru fylltir út og sendir til Menntasviðs.

Ef unnið er eftir þessu ferli á að vera öruggt að unnið sé eftir upplýsingaöryggisstefnu Keilis. Ef frávik verða er strax gripið til aðgerða.

Prófanir eru framkvæmdar í maí, ágúst og október.

6. Náms- og starfsgengi nemenda sem útskrifaðir eru


Markmið með úttekt er að:

  • Hafa yfirsýn yfir hvernig fyrrverandi nemendum Keilis vegnar í áframhaldandi námi og störfum.
  • Hafa yfirsýn yfir hvernig nemendur voru undirbúnir fyrir áframhaldandi nám og störf.
  • Hafa yfirsýn yfir hve margir halda áfram í námi eftir útskrift hjá Keili.

Framkvæmd:

Verkefnastjórar senda könnun á þá nemendur sem útskrifuðust árinu áður. 

Rýnt er í niðurstöður og þær notaðar m.a. til að bæta námið, í skýrslugerð og í áframhaldandi vinnu við mótun á námsleiðinni.

Úttekt framkvæmd í mars eða apríl.

8. Úttekt á húsnæði


Markmið með úttekt er að:

  • Tryggja öryggi nemenda og starfsfólks.
  • Yfirfara öryggis- og brunakerfi.
  • Yfirfara slökkvitæki og neyðarútganga.
  • Fá yfirsýn og skrá niður hvað þarf að laga.

Framkvæmd:

Brunaeftirlit Suðurnesja og þjónustufyrirtæki með bruna- og öryggiskerfi yfirfara húsnæði árlega fyrir upphaf hvers skólaárs. Ef fram koma einhverjar athugasemdir skráir umsjónarmaður fasteigna þær í úrbótaáætlun ásamt þeim aðgerðum sem þarf að fara í.

Rýnt er í niðurstöður og tekin afstaða til frávika.

Úttekt framkvæmd í maí.

9. Úttekt á stöðu eigna


Markmið með úttekt er að:

  • Hafa yfirsýn yfir eignir félagsins.
  • Leiðrétta afskriftarlista.
  • Fá yfirsýn og skrá niður hvað þarf að laga.

Framkvæmd:

Fjármálasvið prentar út eignalista úr bókhaldi og afskriftarlista. Talning fer fram til staðfestingar. Umsjónarmaður fasteigna fer yfir eignir með tilliti til þess að sjá hvað þarfnast viðhalds og hvað þarf að framkvæma til að halda skólahúsnæði í góðu horfi.

Rýnt er í niðurstöður og tekin afstaða til frávika.

Úttekt framkvæmd í maí.

10. Úttekt á jafnlaunavottun


Markmið með úttekt er að:

  • Hafa yfirsýn yfir laun félagsins.
  • Vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynja.
  • Uppfylla kröfur um jafnlaunavottun skv. ÍST 85:2012.
  • Fá óháða úttekt frá utanaðkomandi aðila.

Framkvæmd:

Stjórnendur bera ábyrgð á stefnu í jafnréttismálum og að þeirri stefnu sé framfylgt. Framkvæmdastjóri er ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis og fjármálastjóri sér um að viðhalda því í samræmi við staðalinn. Fjármálastóri framkvæmir innri úttektir og launagreiningar a.m.k. einu sinni á ári.

Fjármálastjóri skipuleggur ytri úttekt á jafnlaunavottun með óháðum úttektaraðila sem fer fram í október á hverju ári. Rýni stjórnenda fer fram í nóvember á hverju ári og fjármálastjóri er ábyrgur fyrir því að boða stjórnendur á fund þess efnis.

11. Yfirferð og endurskoðun á stefnum og áætlunum Keilis


Markmið með úttekt er að:

  • Allar stefnur og áætlanir Keilis séu uppfærðar á tveggja ára fresti og oftar ef þess gerist þörf.

Framkvæmd:

Starfsfólk Keilis fær að velja sér hóp til að vinna í til tveggja ára. Hver hópur fundar reglulega og uppfærir stefnur og áætlanir sem þeir vinna að og skila af sér.

12. Námsmat


Markmið með úttekt er að:

  • Skólinn geri nemendum skýra grein fyrir viðmiðum um námsmat og matskvörðum.
  • Námskröfur í áföngum séu í góðu samræmi við áfangaýsingu.
  • Niðurstöður námsmats séu notaðar markvisst til að bæta kennsluhætti.

Framkvæmd:

Verkefnastjóri viðkomandi náms kannar hvort kennarar séu að nota matskvarða í sínni kennslu og tekur stikkprufur á hvort matskvarðinn sé í samræmi við áfangalýsingu/námsáætlun. Verkefnastjóri rýnir í lokaniðurstöðu áfanga og metur út frá því hvort bæta þurfi kennsluhætti í samráði við kennara.

Úttekt fer fram allan veturinn og er lokið í apríl.

13. Námsárangur


Markmið með úttekt er að:

  • Útskriftarhlutfall skólans sé ásættanlegt samkvæmt markmiðum skólans.
  • Skólinn hafi náð árangri í að draga úr brotthvarfi.

Framkvæmd:

Áfangastjóri tekur saman tölulegar upplýsingar um brottfall og fundar með verkefnastjórum um niðurstöður og næstu skref.

Úttekt fer fram í janúar og júní.

Gæðaráð Keilis

Megin verkefni gæðaráðs Keilis

  • Hefur umsjón með framkvæmd á innri úttektum og úrvinnslu á niðurstöðum.
  • Setur gæðamarkmið Keilis í samráði við framkvæmdastjórn.
  • Innra eftirlit með daglegum rekstri Keilis.
  • Yfirfara stefnur Keilis, gera breytingatillögur ef þarf og leggja til nýjar stefnur eftir þörfum.
  • Uppfærsla á gæðahandbók.
  • Leggja til tillögur til úrbóta við framkvæmdastjórn. Tryggja gæði náms. Litið er á gæðastjórnun skólans sem lið í daglegum rekstri hans.

Gæðaskýrslur