Tilgangurinn er að safna fé fyrir Velferðarsjóðinn. Að þessu sinni söfnuðust um 600 þúsund krónur sem renna til
Velferðarsjóðsins. Fyrirtækin sem að þessu standa eru:
Keilir, Kadeco, Keflavíkurkirkja, Víkurfréttir, ÍAV þjónusta, Samkaup, Lögfræðistofa Suðurnesja, Fríhöfnin, Landsbankinn, HS-Veitur, HS-Orka.
Í anddyri Andrews Theater bauð jólasveinninn krökkunum að sitja fyrir á mynd með sér. Yfir 100 krakkar þáðu boð ljósmyndarans Þorra – mishikandi enda sumir heldur feimnir við Sveinka. Leikfélag Keflavíkur sýndi brot úr hinni glæsilegu jólasýningu sinni við mikla hrifningu barna og fullorðinna. Það voru svo snillingarnir úr Pollapönk sem rokkuðu skemmtunina heldur betur út við ómælda ánægju sýningargesta. Hópurinn lauk svo dagskrá með því að syngja saman nokkur jólalög með aðstoð Einars Gunnarssonar, harmonikkuleikara með meiru, jólasveinsins og síra Skúla Ólafssonar sem kynnti dagskrá af myndarskap.
Keilisfólki er sönn ánægja af því að standa fyrir þessari samkomu. Við viljum láta gott af okkur leiða til samfélagsins og um leið gleðja unga fólkið. Við þökkum öllum samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf.
Myndir frá deginum má finna hér