Fara í efni

Hádegisfyrirlestur: Hvað er tæknifræðingur?

Önundur Jónasson við útskrift tæknifræðinema 2012
Önundur Jónasson við útskrift tæknifræðinema 2012

Tæknifræðinám Keilis býður upp á opinn hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 15. maí næstkomandi. Þar mun Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, fræða okkur um hvað felist í því að vera tæknifræðingur.

Tæknifræðinám Keilis býður upp á opinn hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 15. maí næstkomandi. Þar mun Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, fræða okkur um hvað felist í því að vera tæknifræðingur.

Fyrirlesturinn tekur á því hvað felist í því að vera tæknifræðingur, við hvað tæknifræðingar starfa og hvar. Einnig verður fjallað um starfsmöguleika að námi loknu. Önundur Jónasson er véltæknifræðingur frá IHA í Danmörku, starfandi tæknifræðingur hjá Martak og stundakennari hjá Keili, ásamt því að vera formaður TFÍ.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram 15. maí kl 12 - 13 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.