Fara í efni

Myndir frá Vísindavöku Rannís

Frá bás Orku- og tækniskólans
Frá bás Orku- og tækniskólans

Keilir tók þátt í Vísindavöku 2010, í Listasafni Reykjavíkur 24. september síðastliðinn. Keilir tók þátt í Vísindavöku 2010, í Listasafni Reykjavíkur 24. september síðastliðinn.

Rannís stóð fyrir Vísindavökunni en hún var haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag evrópska vísindamannsins. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á vísindum og kynna fólkið á bak við þau. Þar fær fólk af öllum fræðasviðum tækifæri til að koma sér og rannsóknum sínum á framfæri á auðskiljanlegan og skemmtilegan hátt enda á Vísindavakan að höfða til alls almennings, ekki síst til fjölskyldna, barna og ungmenna. Hvorki meira né minna en 4.200 sóttu Vísindavökuna í ár og fékk hún meiri fjölmiðlaumfjöllun og athygli almennings en nokkru sinni fyrr. 

 
Á bás Orku- og tækniskóla Keilis gafst gestum tækifæri á að fræðast um starfsemi skólans og kynnast áþreifanlega þeirri tækni sem nemendur skólans fást við, bæði í tengslum við endurnýjanlega orkugjafa og mekatróník. Meðal þess sem hægt var að skoða var öskugjósandi eldfjall og flugvélamódel sem búið var til fyrir ráðstefnu um Eyjafjallajökul og flugsamgöngur, nýtingu endurnýjanlega orkugjafa og módel af vetnisbíl, ásamt því sem gestum gafst kostur á að skoða hvernig nýta má hefðbundnar leikjatölvur til að búa til snertiskjái.
 
Hægt er að skoða myndir frá Vísindavökunni hérna.