Keilir tók þátt í Vísindavöku 2010, í Listasafni Reykjavíkur 24. september síðastliðinn. Keilir tók þátt í Vísindavöku 2010, í Listasafni Reykjavíkur 24. september síðastliðinn.
Rannís stóð fyrir Vísindavökunni en hún var haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag evrópska vísindamannsins. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á vísindum og kynna fólkið á bak við þau. Þar fær fólk af öllum fræðasviðum tækifæri til að koma sér og rannsóknum sínum á framfæri á auðskiljanlegan og skemmtilegan hátt enda á Vísindavakan að höfða til alls almennings, ekki síst til fjölskyldna, barna og ungmenna. Hvorki meira né minna en 4.200 sóttu Vísindavökuna í ár og fékk hún meiri fjölmiðlaumfjöllun og athygli almennings en nokkru sinni fyrr.