Fara í efni

Páskafrí skrifstofu Keilis

Hæ hó og gleðilega páska! 🐣

Nú er komið að páskaleyfi nemenda og af því tilefni verður þjónustuborðið og nemendaþjónusta okkar lokuð frá og með 14. apríl til 21. apríl.
Við hvetjum ykkur öll til að njóta frídaganna í botn, hvort sem það er með fjölskyldunni, í útivist eða bara í leti með góða bók. Gerum eitthvað skemmtilegt og hlöðum rafhlöðurnar! Við hlökkum til að sjá ykkur aftur eftir páskafríið, full af orku og tilbúin að takast á við næstu verkefni.

Ef eitthvað brýnt kemur upp á þá er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á keilir@keilir.net og við munum svara eins fljótt og auðið er.
Gleðilega páska frá starfsfólki Keilis!