Fara í efni

Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði, tannlæknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði í fullum gangi

Námskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði, tannlæknisfræði og sjúkraþjálfun er nú í fullum gangi. Á námskeiðinu eru nú þegar 333 þátttakendur skráðir sem nýta sér fjölbreytt úrræði til að undirbúa sig fyrir A prófið 2025.

Námið felur í sér vikulega stoðtíma sem byrjuðu í janúar og standa fram í apríl, ásamt daglegum fyrirlestrum sem hefjast 12. maí. Fræðslan er í höndum öflugs kennarateymis þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á sýnikennslu og æfingar.

Þeir sem eru ekki enn skráðir geta gert það hvenær sem er, og aðgangur að kennsluvef er strax í boði eftir skráningu. Fyrirlestrarnir eru haldnir í húsnæði Háskóla Íslands en eru einnig í beinu streymi og upptökur af þeim svo aðgengilegar á kennsluvefnum, sem gerir nemendum kleift að sækja námskeiðið hvar sem þeir eru staddir í heiminum og hvenær sem hentar best.

Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.keilir.net/inntokuprof