Háskólabrú í fjarnámi, bæði með og án vinnu, hefst næst í janúar 2025.
Fjarnám getur hentað vel nemendum sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu og haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur til dæmis hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga.
Námið á Háskólabrú er lotuskipt en hver önn skiptist í þrjár námslotur. Námsfyrirkomulagið í fullu fjarnámi er með þeim hætti að nemendur eru í tveimur til þremur áföngum í hverri námslotu. Nemendur mæta í tvær vinnulotur í hverjum áfanga, önnur vinnulotan í áfanga er heill dagur en hin er hálfur dagur. Vinnulotur áfanga eru við upphaf og miðju hverrar námslotu og eru þær á föstudegi, laugardegi eða sunnudegi. Æskilegt er að nemendur mæti á vinnulotur en ef þeir eiga þess ekki kost þá geta þeir tengst fjarfundi. Námið í vinnulotum fer fram í formi fyrirlestra og verkefna. Ef lokapróf eru hluti af námsmati þá eru þau haldin að morgni á virkum degi í húsnæði Keilis. Nemendur sem eru búsettir utan Reykjaness eða höfuðborgarsvæðis geta sótt um að taka lokapróf á öðrum viðurkenndum prófstöðum. Ef sá prófstaður tekur gjald fyrir próftökuna greiða nemendur þann kostnað sjálfir.
Lengd námsins fer eftir því hvaða deild er valin. Þannig tekur námið í fullu námi tvær annir fyrir þá nemendur sem ætla sér að stunda nám á öllum deildum nema verk- og raunvísindadeild en þar tekur námið þrjár annir.
Einnig er í boði að taka fjarnám með vinnu á Háskólabrú sem er frábær möguleiki fyrir þá sem vilja fara í nám samhliða vinnu eða vilja taka sér lengri tíma í námið. Sjá upplýsingar hér um fjarnám með vinnu á Háskólabrú.
Boðið er upp á fjórar deildir á Háskólabrú:
Félagsvísinda- og lagadeild
Samsetning náms | |||
Fyrri önn | Feiningar | Seinni önn | Feiningar |
Nám og störf | 1 | Íslenska 2 | 6 |
Íslenska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Saga | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | Danska | 6 |
Upplýsingatækni | 6 | Stærðfræði 3 | 6 |
Félagsfræði | 6 | ||
Alls: | 37 | Alls: | 36 |
Alls feiningar í félagsvísinda- og lagadeild: 73 |
Hugvísindadeild
Samsetning náms | |||
Fyrri önn | Feiningar | Seinni önn | Feiningar |
Nám og störf | 1 | Íslenska 2 | 6 |
Íslenska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Þýska 2 | 5 |
Stærðfræði 2 | 6 | Saga | 6 |
Upplýsingatækni | 6 | Danska | 6 |
Þýska 1 | 6 | Þýska 3 | 4 |
Félagsfræði | 6 | ||
Alls: | 43 | Alls: | 39 |
Alls feiningar í hugvísindadeild: 82 |
Verk- og raunvísindadeild
Fullt nám. Nám skipulagt í þrjár annir á eðlilegum námshraða þar sem nemendur eru skráðir í 5-6 fög á önn eða 2-3 fög í hverri námslotu.
Mögulegt er að skipuleggja námsleiðina þannig að hún taki tvær annir í stað þriggja í samráði við námsráðgjafa namsradgjafi(a)keilir.net eða verkefnastjóra haskolabru(a)keilir.net.
Þrjár annir
Skipulag fyrir nemendur sem hefja nám að haust
Samsetning náms | ||||||
Fyrsta önn | Feiningar | Önnur önn | Feiningar | Þriðja önn | Feiningar | |
Nám og störf | 1 | Stærðfræði 3 | 6 | Enska 2 | 6 | |
Upplýsingatækni og tölvunotkun | 6 | Eðlisfræði 1 | 6 | Efnafræði 1 | 6 | |
Íslenska 1 | 6 | Íslenska 2 | 6 | Efnafræði 2 | 6 | |
Líffræði 1 | 6 | Stærðfræði 4 | 6 | Eðlisfræði 2 | 6 | |
Stærðfræði 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 | Líffræði 2 | 6 | |
Stærðfræði 2 | 6 | |||||
Enska 1 | 6 | |||||
Alls: | 37 | Alls: | 30 | Alls: | 30 | |
Alls feiningar í verk- og raunvísindadeild: 97 |
Skipulag fyrir nemendur sem hefja nám að vori
Samsetning náms | ||||||
Fyrsta önn | Feiningar | Önnur önn | Feiningar | Þriðja önn | Feiningar | |
Nám og störf | 1 | Stærðfræði 3 | 6 | Enska 2 | 6 | |
Upplýsingatækni og tölvunotkun | 6 | Eðlisfræði 1 | 6 | Efnafræði 1 | 6 | |
Íslenska 1 | 6 | Líffræði 1 | 6 | Efnafræði 2 | 6 | |
Íslenska 2 | Líffræði 2 | 6 | Eðlisfræði 2 | 6 | ||
Stærðfræði 1 | 6 | Stærðfræði 4 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 | |
Stærðfræði 2 | 6 | |||||
Enska 1 | 6 | |||||
Alls: | 37 | Alls: | 30 | Alls: | 30 | |
Alls feiningar í verk- og raunvísindadeild: 97 |
Mögulegt er að skipuleggja námsleiðina þannig að hún taki tvær annir í stað þriggja í samráði við námsráðgjafa namsradgjafi@keilir.net eða verkefnastjóra haskolabru@keilir.net.
Viðskipta- og hagfræðideild
Samsetning náms | |||
Fyrri önn | Feiningar | Seinni önn | Feiningar |
Nám og störf | 1 | Íslenska 2 | 6 |
Íslenska 1 | 6 | Enska 2 | 6 |
Enska 1 | 6 | Upplýsingatækni og tölfræði | 6 |
Stærðfræði 1 | 6 | Inngangur að viðskiptafræði 1 | 6 |
Stærðfræði 2 | 6 | Saga | 6 |
Upplýsingatækni | 6 | Stærðfræði 3 | 6 |
Inngangur að viðskiptafræði 2 | 6 | Stærðfræði 4 | 6 |
Félagsfræði | 6 | ||
Alls: | 43 | Alls: | 42 |
Alls feiningar í viðskipta- og hagfræðideild: 85 |
Hér má finna gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur í fjarnámi:
Sækja um á Háskólabrú í fjarnámi Hafa samband
Námsfyrirkomulagið var fullkomið fyrir mig, ég tók allt námið í fjarnámi og það að geta unnið þetta á mínum hraða, hvort sem það var hægar eða hraðar eftir áföngum, var algjör draumur. Lotu skipulagið hjálpaði mér líka mjög mikið, það munaði öllu að þurfa bara að einbeita sér að tveimur áföngum í einu.
Kristinn Frans Stefánsson, 2021