Háskólabrú með undirbúningi er fyrir þá sem vantar eitthvað uppá inntökuskilyrðin á Háskólabrú. Þannig er t.d. hægt að sækja undirbúningsáfanga í fjarnámi áður en önn hefst og í framhaldi hefja nám á Háskólabrú í staðnámi, fjarnámi eða með vinnu að undirbúningi loknum.
Undanfarar háskólanáms
Beint í Háskólabrú
Þú kemst beint í nám á Háskólabrú ef þú ert 20 ára og hefur lokið 70 einingum (117 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja einingakerfinu) á framhaldsskólastigi. Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið einingum í grunnfögunum stærðfræði, íslensku og ensku. Umsækjendur sem uppfylla ekki 117 framhaldsskólaeininga viðmiðið eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.
Háskólabrú með undirbúningi
Þú getur tekið allt að 25 framhaldsskólaeiningar á Fjarnámshlaðborði MÁ. Ef þú hefur lokið að minnsta kosti 90 framhaldsskólaeiningum og hefur enga starfsreysnlu getur þú tekið 1-5 undirbúningsáfanga áður en nám hefst að hausti eða vori og skráð þig í Háskólabrú í framhaldinu.
Fyrst í Menntastoðir
Ef þú hefur lokið fáum framhaldsskólaeiningum byrjar vegferðin þín í Menntastoðum sem margar símenntunarmiðstöðvar bjóða uppá. Hægt er að sækja námið í fjarnámi og tekur það 1-2 annir eftir námshraða. Að Menntastoðum loknum getur þú sótt um nám hjá Háskólabrú Keilis.
Fjarnámshlaðborð
Nemendur geta valið úr fjölda áfanga á Fjarnámshlaðborði Menntaskólans á Ásbrú og er hægt að taka staka áfanga allt eftir því hversu margar einingar vantar upp á. Áfangarnir henta vel öllum þeim sem þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms innan annarra deilda Keilis. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar.
Finnum réttu leiðina fyrir þig
Sendu inn umsókn í nám á Háskólabrú og byrjaðu að undirbúa þig fyrir námið strax í dag eða hafðu samband við okkur og við finnum réttu leiðina fyrir þig.