Fara í efni

Brautskráning nemenda hjá Keili

109 nemendur brautskráðust frá Keili í janúar 2013
109 nemendur brautskráðust frá Keili í janúar 2013
Föstudaginn 25. janúar Keilir brautskráði Keilir nemendur af Háskólabrú og Flugakademíu.

Keilir brautskráði nemendur af Háskólabrú og Flugakademíu föstudaginn 25. janúar síðastliðinn. Að þessu sinni brautskráðust í allt 109 nemendur, þar af 86 nemendur úr fjarnámi Háskólabrúar, 14 úr flugþjónustunámi, fimm úr flugumferðarstjórn, þrír úr flugrekstrarfræði og einn atvinnuflugmaður. Útskriftin fór fram í Andrews Theater á Ásbrú að viðstöddu fjölmenni.

Salóme Þóra Valdimarsdóttir var dúx Háskólabrúar, en hún brautskráðist af Félagsvísinda- og lagadeild með 9,42 í meðaleinkunn. Aðrir dúxar voru Telma Rut Einarsdóttir með 8,99 í meðaleinkunn úr flugumferðarstjórnarnámi, Tania Sofia Jónasdóttir með 9,65 í meðaleinkunn af flugþjónustubraut og Andri Hermannsson með meðaleinkunnina 7,78 í flugrekstrarfræði.
 
Thelma Sif Sigurjónsdóttir og María Sjöfn Árnadóttir fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnemenda Keilis. Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson sáu um tónlistaratriði.
 

Hægt er að skoða myndir frá athöfninni hér.