Keilir hefur náð samningum við Strætó um samgöngukort sem gildir til og frá höfuðborgarinnar fyrir nemendur skólans.
Fyrir núverandi nemendur skólans sem ljúka námi á þessu skólaári
Nemendakortið virkar á fjögur gjaldsvæði og gildir fyrir nemendur Keilis til 15. júní 2015. Nemandi verslar kort með því að:
- Greiða kr. 70.000 inn á reikning 0142-26-11546, kt. 640479-0279 og senda kvittun á maria@sss.is.
- Senda á sama netfang mynd, nafn, kennitölu og staðfestingu á skólavist. Hægt er að fá staðfestingu á skólavist í afgreiðslu Keilis.
Að þessu loknu er sótt um endurgreiðslu hjá Keili. Þá þarf að:
- Senda póst á keilir@keilir.net og tilgreina nafn, kennitölu, bankareikning og senda með þessu kvittun fyrir greiðslu.
Keilir mun endurgreiða kortin að fullu. Samkvæmt reglum Strætó eru öll kort sent á lögheimili viðkomandi. Vinsamlegast gangið frá umsókn um nemakort Strætó sem fyrst og í síðasta lagi fyrir 1. mars næstkomandi, en þá munu allir nemendur Keilis sem nýta sér áætlunarferðir milli höfuðborgarsvæðisins og Ásbrúar að nýta ferðir Stætó. Nánari upplýsingar um nemakort má nálgast á heimasíðu Strætó og leiðabækur fyrir áætlunarferðir Stætó á Suðurnesjunum hér.
Fyrir nemendur frá og með haustönn 2015
Á næsta skólaári mun Keilir greiða þann kostnað sem fer umfram kostnað innanbæjar nemendakorts í Strætó á höfuðborgarsvæðinu (Gjaldsvæði 1). Nánari upplýsingar um fyrirkomulag verður birt á heimasíðu Keilis þegar nær dregur.
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu Keilis ef þið hafið spurningar eða athugasemdir.