Fara í efni

Aðalfundur Keilis

Stjórn Keilis 2013 - 2014
Stjórn Keilis 2013 - 2014
Aðalfundur Keilis var haldinn föstudaginn 7. maí síðastliðinn.

Aðalfundur Keilis var haldinn föstudaginn 7. maí síðastliðinn. Stjórn Keilis var endurkjörin utan hvað Einar Hannesson gekk úr stjórn. Í hans stað var kosinn Einar Jón Pálsson, fulltrúi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var endurkjörinn formaður stjórnar Keilis.

Ávarp stjórnarformanns

Enn eitt starfsár Keilis er að baki. Í raun er það ótrúlegt að ekki séu nema sex ár síðan Keilir var stofnaður við heldur sérstakar aðstæður eftir brottför varnarliðsins. Á þessum stutta tíma hefur tekist að skapa þekkt merki – Keili.

Nýr og nokkuð sérstakur skóli hefur haslað sér völl í þjóðfélaginu og er orðinn þekktur á landsvísu. Sérstaða Keilis byggir á nokkrum þáttum. Má þar nefna þá staðreynd að starfrækja námsbrautir bæði á framhaldsskólastigi og háskóla (einn íslenskra skóla), reka Háskólabrú – þá einu sem veitir aðgang að öllum háskólum landsins – er forystuafl í innleiðingu nýrra kennsluhátta – rekur flugflota, einstaka rannsóknaraðstöðu og náið samstarf við atvinnulífið. Í þessari sérstöðu felast mikil verðmæti.

Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka starfsfólki Keilis fyrir að skapa og fara vel með þessi verðmæti sem þeim hefur verið trúað fyrir. Gildi menntunar sannast vel með starfi Keilis. 

Hægt er að nálgast Ársskýrslu Keilis fyrir árið 2012 hérna.