Fyrir 75 árum, hinn 3. maí 1943, fórst bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator sem bar heitið Hot Stuff á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Flugvélin var á leið heim til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni.
Í fyrstu voru margar slíkar flugvélar skotnar niður af orrustuflugmönnum Þjóðverja og hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem lykju 25 árásarferðum að þeir fengju að snúa heim. Áhöfn Hot Stuff var sú fyrsta til að ná þessum merka árangri.
Í flugslysinu fórust fjórtán manns, þar á meðal Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Einn maður lifði slysið af, George A. Eisel stélskytta, og var það í annað sinn sem hann komst lífs af úr slíku flugslysi.
Við fráfall Andrews tók Dwight D. Eisenhower hershöfðingi við sem æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði innrásinni í Normandí árið eftir. Eisenhower var síðan forseti Bandaríkjanna á árunum 1953 - 1961. Andrews hershöfðingi var ötull talsmaður þess að bandaríski flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsdeild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Var Andrews herflugvöllurinn í Maryland, aðsetur einkaflugvélar Bandaríkjaforseta, Air Force One, nefndur til heiðurs honum. Bandaríska herstjórnin á Íslandi nefndi nýreist íþróttahús við Hálogaland í Reykjavík Andrews Memorial Field House til heiðurs hershöfðingjanum en húsið var helsta íþróttahús höfuðborgairnnar í tvo áratugi eftir stríðið. Varnarliðið nefndi einnig samkomuhús sitt á Keflavíkurflugvelli (nú Ásbrú) Andrews Theater til heiðurs Andrews hershöfðingja.
Í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá þessum örlagaríka degi verður afhjúpaður minnisvarði um flugslysið við Grindarvíkurveg, fimmtudaginn 3. maí kl. 13:00. Minnismerkið er tilkomumikið og skartar meðal annars gríðarlega stórri eftirlíkingu af B-24 Liberator sprengjuflugvélinni úr ryðfríu stáli. Þá verður í kjölfarið minningarathöfn í Andrews Theater á Ásbrú, kl. 14:30.
Minnisvarðinn er reistur að frumkvæði Bandaríkjamannsins Jim Lux og ættingjum þeirra sem fórust, með aðstoð Þorsteins og Ólafs Marteinssona. En allir eru þeir miklir áhugamenn um flugvélar og flugsögu seinni heimstyrjaldarinnar. Gert er ráð fyrir heiðursflugi" B-52 Stratofortress flugvélar bandaríska flughersins yfir svæðið á meðan á afhjúpun stendur.
Nokkrir ættingjar þeirra sem létust í flugslysinu koma frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddir athöfnina. Meðal annarra gesta verða Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Jill Esposito, staðgengill sendiherra bandaríska sendiráðsins á Íslandi, ásamt Lt. Gen. Richard Clark og Col. John Teichert frá bandaríska lofthernum. Í lok athafnarinnar verða fluttir nokkrir fyrirlestrar um slysið og Frank M. Andrews hershöfðingja.
Dagskrá minningarathafnarinnar fimmtudaginn 3. maí
Áhugasamir eru boðnir velkomnir á þessa tvo viðburði og heiðra minningu áhafnar B-24D Liberator.
Monument Dedication at Grindavikurvegur at 1:00 pm.
- National Anthems of Iceland & USA by Keflavik Band
- Welcome and Introduction, Jim Lux, Historian of the B-24 Liberator Hot Stuff
Iceland Minister of Foreign Affairs, Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson
United States Chargé dAffaires, Ms. Jill Esposito
Commander 3rd Air Force, United States Air Forces in Europe, Lt. Gen. Richard Clark - Monument Unveiling
Iceland Minister of Foreign Affairs, Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson; United States Chargé dAffaires, Ms. Jill Esposito; Commander 3rd Air Force, United States Air Forces in Europe, Lt. Gen. Richard Clark; Þorsteinn Marteinsson & Ólafur Marteinsson whose idea it was for the monument; & Jim Lux - Wreath Placement Ceremony
Iceland Minister of Foreign Affairs, Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson & United States Embassy Chargé dAffaires, Ms. Jill Esposito - Carry and placement of the Iceland wreath
Þorsteinn & Ólafur Marteinsson - Carry and placement of the American wreath
Lt. Gen. Richard Clark & Jim Lux - United States Air Force B-52 Stratofortress Fly-By
- Playing of Taps by Manuel Aldaz
- John Phillips Souza music by Keflavik Band
- Conclusion of Monument Dedication Program
Memorial Service Program at Andrews Theater in Asbru, Reykjanesbær, at 2:30 pm
- Musical Number by the United States Air Forces in Europe Band Winds Aloft
- Welcome Video by Bill Gros, Radio Operator on the B-24 Liberator Eager Beaver
- Invocation by Rev. Fritz Berndsen from the Keflavik Lutheran Curch
- Guest Speakers
Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson, Iceland Minister of Foreign Affairs
Ms. Jill Esposito, United States Embassy Chargé dAffaires,
Lt. Gen. Richard Clark, Commander 3rd Air Force, United States Air Forces in Europe - Triumph and Tragedy Video
- Guest Speakers
Col. E. John "Dragon" Teichert, Commander of Joint Base Andrews and the USAF 11th Wing
Mr. James Root, President of the 93rd Bombardment Group Association
Mr. Jim Lux, Historian of the B-24 Liberator Hot Stuff - High Flight Poem by George Jung 93rd Bombardment Group Assoc. member
- Musical Number by the United States Air Forces in Europe Band Winds Aloft