Fara í efni

Afhjúpun söguskiltis um Phantom F-4 flugvél

Verkefnahópur sem hefur staðið að uppsetningu Phantom F-4 flugvélar bandaríska varnarliðisins á Ásbrú stendur fyrir afhjúpun söguskiltis um vélina fimmtudaginn 21. september kl. 14:00 - 15:00. Skiltið er kostað af Reykjanes UNESCO Global Geopark og bandaríska sendiráðinu, en þar er að finna stutt yfirlit yfir sögu svæðisins og núverandi starfsemi á Ásbrú.

Viðstaddir verða fulltrúar frá bandaríska sendiráðinu og frá flugsveit Bandaríkjahers sem sinna þessa dagana loftrýmisgæslu á Íslandi. Kaffiveitingar í sal Keilis að lokinni stuttri dagskrá við vélina. Allir velkomnir.