Fara í efni

Áframhaldandi samstarf við Háskóla Íslands

Forsvarsmenn Keilis og Háskóla Íslands við undirritun áframhaldandi samstarfssaming um Háskólabrú Ke…
Forsvarsmenn Keilis og Háskóla Íslands við undirritun áframhaldandi samstarfssaming um Háskólabrú Keilis.
MYND/Kristinn Ingvarsson

Berglind Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Keilis, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu nýverið endurnýjaðan samstarfssamning um aðfaranám Háskólabrúar Keilis sem er námsleið ætluð fullorðnum námsmönnum sem ekki uppfylla inngönguskilyrði í Háskóla Íslands.

Háskólabrú Keilis hefur verið í boði vel á annan áratug en markmiðið með náminu er að gefa þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi færi á að hefja háskólanám. Háskóli Íslands ber faglega ábyrgð á aðfaranáminu en Keilir sér alfarið um framkvæmd kennslu í samræmi við námskrá og kröfur háskólans. Sérstakt fagráð, skipað fulltrúum HÍ og Keilis, hefur umsjón með samstarfssamningum og útfærslu hans. Í samningnum er m.a. kveðið á um fjármögnun námsins og samstarf um kynningu þess.

Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfaranám í samstarfi við Háskóla Íslands og er námið skipulagt þannig að nemandi í fullu námi skuli að jafnaði ljúka því á tveimur önnum. Hægt er að stunda námið í fjarnámi eða staðnámi í fullu námi eða á lengri tíma og þá samhliða vinnu. Inntökuskilyrði í aðfaranám Keilis eru þau að umsækjendur séu orðnir 20 ára og hafi lokið ákveðnum fjölda eininga í framhaldsskóla eða skilgreindu starfsnámi. Námið gildir til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands að uppfylltum kröfum deildanna.

Töluverður fjöldi nemenda eða tæplega 2600 talsins hefur lokið námi hjá Háskólabrú Keilis og um 80% þeirra hafið nám í Háskóla Íslands. Þá hafa nokkrir nemendur Háskólabrúar hlotið styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands sem er þeim mikill heiður. 

Nám í fjarnámi á Háskólabrú hefst næst þann 10.janúar 2025.
 Sækja um nám á Háskólabrú

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Berglind Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Keilis undirrituðu nýverið endurnýjaðan samstarfssamning um aðfaranám Háskólabrúar Keilis. MYND/Kristinn Ingvarsson