05.10.2021
Í dag, þriðjudaginn 5.október, er Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er “alltaf til staðar” og eru það Alþjóðasamtök kennara (Education International) sem velja yfirskriftina og vísar hún í frábæra framgöngu kennara á tímum heimsfaraldurs.
Markmiðið með Alþjóðadegi kennara, sem stofnaður var árið 1944 af UNESCO og Alþjóðasamtökum kennara, er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum ásamt því að efla samtakamátt kennara um heim allan.
Við í Keili búum yfir einstökum kennarahóp sem við erum afar þakklát fyrir alla daga ársins og óskum við þeim innilega til hamingju með daginn sem og öðrum kennurum landsins.