10.10.2011
Flugakademía Keilis, ásamt Air Transport News, Association of European Airlines, Kadeco, Icelandair og fleiri aðilum, standa fyrir ráðstefnu um flugvelli og flug að
vetrarlagi. Rástefnan fer fram í Andrews Theater á Ásbrú 10. október.
Flugakademía Keilis, ásamt Air Transport News, Association of European Airlines, Kadeco, Icelandair og fleiri aðilum, standa fyrir ráðstefnu um flugvelli og flug að
vetrarlagi. Rástefnan fer fram í Andrews Theater á Ásbrú 10. október.
Veturinn 2010 - 2011 var mörgum flugvöllum í Evrópu lokað skyndilega vegna óvænts vetrarríkis. Flugvallaryfirvöld áttu fullt í fangi
með að halda völlum sínum opnum og voru nokkrir stærstu flugvellir Evrópu lokaðir um nokkurra daga skeið. Reynsla okkar sýnir að sumir flugvellir
náðu að halda starfsemi gangandi þrátt fyrir válynd veður á meðan aðrir lokuðust og er ætlunin með ráðstefnunni að
allir geti lært af aðstæðunum sem þarna sköpuðust rétt fyrir jólin 2010. Fyrirlesarar koma víðs vegar að og m.a. frá
Flugmálayfirvöldum Evrópu, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar hérna.