Fara í efni

Alþjóðleg ráðstefna um vendinám

Keilir, ásamt samstarfsaðilum hérlendis og erlendis, standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám þann 14. apríl 2015 og vinnubúðum um vendinám með Jonathan Bergmann og Aaron Sams þann 15. apríl 2015. 
 
Ráðstefnan er liður í verkefninu ?FLIP - Flipped Learning in Praxis? sem fékk nýverið styrk úr Erasmus+ menntáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hefur það markmið að búa til handbækur fyrir kennara sem hafa hug á að innleiða vendinám í kennslu og skólastarfi.
 
Markmið ráðstefnunnar er að gefa þátttakendum innsýn í hvernig hægt er að innleiða vendinám á mismunandi skólastigum, hvort heldur sem er í stökum áföngum eða í öllu skólastarfinu. Sérstakir gestir ráðstefnunnar verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins í Bandaríkjunum og höfundar bókarinnar ?Flip Your Classroom: Reach Every Student in Every Class Every Day?.
 
Vinnubúðir með Jonathan Bergmann og Aaron Sams
 
Þann 15. apríl bjóðum við skólastjórnendum og öðrum áhugasömum að sækja sérstakar vinnubúðir með Jonathan og Aaron, þar sem tækifæri gefst til að vinna náið með þeim um innleiðingarferli, mikilvæg atriði varðandi vendinám og þeirra hugmyndir. Þátttökugjald verður kr. 40.000 og takmarkaður fjöldi þátttakenda.