Í vor stóð Húsnæðissvið Keilis stóð fyrir könnun meðal íbúa Ásbrúar um íbúðirnar og þjónustu á svæðinu. Samkvæmt könnuninni eru 78% íbúa ánægðir eða mjög ánægðir með að búa á Ásbrú, en einn af hverjum tíu óánægðir. Þá eru 82% íbúa ánægðir með íbúðina sína.
Tæplega 28% svarenda eru námsmenn en aðrir leigja á almennum markaði. 60% svarenda eru á vinnumarkaði og 30% námsmenn. Þá kemur í ljós að um þriðjungur íbúa hafa búið á svæðinu í þrjú ár eða lengur og rétt tæplega helmingur hefur hugsað sér að búa á Ásbrú í fjögur ár eða lengur.
Í könnuninni kemur fram að 15% eru óánægðir eða mjög óánægðir með samgöngumál, á meðan helmingur svarenda eru ánægðir eða mjög ánægðir með samgöngur til og frá Ásbrú.
Könnunin var send út rafrænt á tölvupóstlista leiguaðila á Ásbrú í byrjun apríl 2016. Alls svöruðu 221 íbúi könnuninni og var svarhlutfall um 30%.