Fara í efni

Ánægðir þátttakendur í tækni- og vísindasmiðju

Keilir býður upp á vísinda- og tæknismiðju fyrir ungt fólk í hverri viku í sumar og það er gaman að sjá hversu ánægðir þátttakendur eru. Hérna eru umsagnir þátttakenda eftir fyrsta námskeiðið og greinilegt að þau voru sátt eftir vikuna:

  • Þetta námskeið var æðislegt!!!
  • Það var rosa skemmtilegt.
  • Vá, já stóð undir væntingum. Betra.
  • Þetta kom á óvart, skemmtilegt.
  • Já, þetta var meira að segja skemmtilegra en ég hélt að það yrði.
  • Betra en ég hélt.
  • Þetta var betra en ég hélt. 
  • Það var allt skemmtilegt. 
  • Hápunkturinn voru tilraunirnar eins og Lavalamparnir.
  • Allt mjög skemmtilegt. 
  • Mér fannst allt mjög skemmtilegt.
  • Gott námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á því. 
  • Skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á. 
  • Frábært, svakalega fróðlegt. 
  • Þetta er geggjað.
  • Mjög gott, mæli með því. 
  • Ég gerði ótrúlegar tilraunir og fór í mjög skemmtilegt ferðalag. 
  • Skemmtilegt, spennandi. 
  • Skemmtilegt og fræðandi. 

Tækni- og vísindasmiðjan er ætluð fyrir ungt fólk á aldrinum 10 til 13 ára og er mikið lagt uppúr því að útskýra hvernig tækni og vísindi hefur áhrif á allt okkar daglega líf. Farið er í vettvangsferð um Reykjanesið þar sem þátttakendur fá skemmtilega og lifandi fræðslu, auk þess sem framkvæmdar eru spennandi tilraunir og tekist á við skemmtileg verkefni undir leiðsögn leiðbeinenda. 

Enn er hægt að skrá sig í námskeiðin í júlí. Nánar upplýsingar hérna.