30.11.2011
Laugardaginn 3. desember standa Keilir og Keflavíkurkirkja að jólaskemmtun fyrir börn í Andrews leikhúsinu á Ásbrú.
Laugardaginn 3. desember standa Keilir og Keflavíkurkirkja að jólaskemmtun fyrir börn í Andrews leikhúsinu á Ásbrú.
Sýnt verður brot úr jólasögu Leikfélags Keflavíkur, brúðuleikhús verður á staðnum og hinir einu sönnu Pollapönk munu trylla unga lýðinn.
Húsið opnar klukkan 12.30 og þá tekur jólasveinn á móti börnunum. Ljósmyndarinn Þorri verður á staðnum og myndar börnin með jólasveininum. Skemmtunin hefst svo klukkan 13.30 og stendur yfir í um 40 mínútur. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Skemmtunin er til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja og er styrkt af eftirfarandi fyrirtækjum á Suðurnesjum.
-
Nettó
-
Landsbanki íslands
-
HS Orka
-
HS Veitur
-
Fríhöfnin
-
ÍAV þjónusta
-
Lögfræðistofa Suðurnesja
-
Kadeco
-
Keilir
-
Keflavíkurkirkja
-
Víkurfréttir