Fara í efni

Ársskýrsla Keilis 2016

Á heimasíðunni má nálgast ársskýrslu Keilis 2016 á rafrænu formi en þar kemur meðal annars fram að Keilir veltir um einum milljarði króna og um 150 manns koma að starfinu með ýmsum hætti.

Í samantekt framkvæmdastjóra Keilis á árinu kemur fram að í tölum Hagstofunnar í árslok 2007 voru 12,9% íbúa Reykjanesbæjar, 25 ára og eldri, með háskólamenntun af einhverju tagi. Árið 2016 hafði þessi tala hækkað upp í um 28% eða jafn hátt og landsmeðaltalið er. Eitt markmiðanna með stofnun Keilis árið 2007 var að hækka menntastig á Suðurnesjum og hefur tilkoma Keilis án efa haft einhver áhrif enda hafa um 3.000 manns lokið námi hjá Keili á þessum tíma af ýmsum brautum. 

Ársskýrsla Keilis 2016