Fara í efni

Athöfn til minningar um Alfreð Elíasson

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis ávarpar samkomuna
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis ávarpar samkomuna
Flugakademía Keilis bauð til hátíðlegrar athafnar á Reykjavíkurflugvelli 16. mars til minningar um Alfreð Elíasson. Flugakademía Keilis bauð til hátíðlegrar athafnar á Reykjavíkurflugvelli 16. mars til minningar um Alfreð Elíasson.


Minning Alfreðs Elíassonar eins stofnanda Loftleiða var heiðruð þegar einni af nýjustu kennsluvél Flugakademíunnar, var gefið nafn hans. Ekkja Alfreðs afhjúpaði nafn hans á vélinni í athöfn á Reykjavíkurflugvelli. Alfreð hefði orðið níræður 16. mars 2010.

Flugakademían Keilir tók nýjar kennsluflugvélar af gerðinni Diamond í gagnið í haust. Samkvæmt framkvæmdastjóra Keilis, Hjálmari Árnasyni kom upp sú hugmynd að minnast Alfreðs og starfs hans í íslenskum flugrekstri með því að gefa einni flugvélanna nafn hans. 

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði Alfreð hafa sýnt hugmyndaflug og útsjónarsemi strax á skólaárum. Það hefði fylgt honum í gegnum flugrekstur og uppbyggingu Loftleiða þar sem hann hefði verið fremstur meðal jafningja.

Þá sagði ráðherra sagði Alfreð hafa farið ótroðnar slóðir, farið fyrir góðum hópi og samstilltum sem hefði lagt grunn að íslenskum flugrekstri og verið góður skóli öllum sem unnið hefðu að þeirri uppbyggingu.

Þetta kom fram í tilkynningu frá samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytinu.

Hægt er að sjá myndir frá athöfninni hér.