09.09.2011
Helgina 30. september til 2. október verður haldin atvinnu- og nýsköpunarhelgi (ANH) og fer hún fram í húsnæði Keilis. ANH er haldið í
þeim tilgangi að virkja fólk til athafna og fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna að frumgerð vöru eða
þjónustu sem síðar getur leitt til stofnun fyrirtækis.
Helgina 30. september til 2. október verður haldin atvinnu- og nýsköpunarhelgi (ANH) og fer hún fram í húsnæði Keilis. ANH er haldið í
þeim tilgangi að virkja fólk til athafna og fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna að frumgerð vöru eða
þjónustu sem síðar getur leitt til stofnun fyrirtækis.
ANH er samstarfsverkefni allra Suðurnesjamanna og að baki henni standa fjöldi aðila, m.a. öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum, nýtt atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Keilir - miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs,
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar o.fl.
Markmið helgarinnar eru að:
Nánar um ANH
Tilgangur helgarinnar er að virkja einstaklinga til athafna og fá fólk til þess að koma saman og vinna að nýjum (eða eldri) hugmyndum sem gætu
endað sem fyrirtaks viðskiptahugmynd eða atvinnuskapandi verkefni. Erlend fyrirmynd helgarinnar er Startup Weekend, viðburður sem ferðast um hverja helgi á nýjan
stað í heiminum til þess að aðstoða fólk við að keyra viðskiptahugmyndir af stað. Viðburðurinn hefur verið haldinn í meira
en 100 borgum í 25 löndum. Þá hafa yfir 15.000 manns sótt þá fjölmörgu viðburði sem hafa verið haldnir og yfir 2000 sprotar myndast
í kjölfarið.
Umsjónaraðili Startup Weekend á Íslandi er Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur. Nokkrir viðburðir jafa nú þegar verið
haldnir, til að mynda á Akureyri og í Reykjavík. Viðburðirnir hafa heppnast vel og eru mörg þeirra teyma sem þar unnu að viðskiptahugmynd enn
starfandi í dag.
Markmið helgarinnar eru að:
- Laða fram góðar viðskiptahugmyndir
- Efla tengslanet á svæðinu
- Stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu
- Hvetja fólk til framtakssemi
- Auka aðdráttarafl svæðisins
- Örkennsla á tæki og tól internetsins Föstudagur
- Viðskiptahugmyndir kynntar
- Þátttakendur deila reynslu sinni Laugardagur
- Einblínt á að skapa og framkvæma
- Leiðsögn og endurgjöf frá sérfróðum aðilum Sunnudagur
- Yfirferð á vörðum og árangri
- Fagleg lokakynning hjá öllum teymum
Umsjón helgarinnar annast Innovit, nýsköpunar og frumkvöðlasetur og verkefnastjóri fyrir hönd Suðurnesjasvæðisins er Þóranna K.
Jónsdóttir. Áhugavert að kynna sér fyrir þá sem vilja vita meira:
Nánar um ANH
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin snýst um að virkja fólk til athafna. Allir geta tekið þátt, bæði þeir sem eru með
viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vera með teymi af fólki sem er með viðskiptahugmynd. Markmiðið með helginni er að fólk byrji að vinna að
frumgerð á ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun
verða þáttakendum til aðstoðar. Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar
viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum.
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er samstarfsverkefni Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs og sveitarfélaga landsins. Landsbankinn veitir verkefninu
stuðning og eru viðburðirnir haldnir í nánu samstarfi við bankann.
Ferlið
- Þátttakendur halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sem þeir vilja vinna að yfir helgina. Það er í góðu lagi að hugmyndin sé á byrjunarpunkti og kvikni jafnvel á staðnum.
- Allir þátttakendur, líka þeir sem kynna viðskiptahugmyndir, eru beðnir um að velja 5-10 hugmyndir sem þeim fannst hljóma best í kynningunni sem var haldin.
- Kannað er hvaða hugmyndir fengu mestan hljómgrunn og unnið er áfram með þær yfir helgina. Öllum þátttakendum er skipt niður í hópa til að starfa að framgöngu þeirra viðskiptahugmynda sem taldar voru bestar.
- Settar eru ítarlegar vörður um hvernig beri að þróa viðskiptahugmyndina yfir helgina og hvaða vörðum hópurinn ætli sér að ná. Samvinna er lykill helgarinnar.
- VINNA ! VINNA ! VINNA!
Boðið er upp á morgunmat, hádegismat, kvöldmat og snarl yfir alla helgina. Þá verða nokkur 5-10 mínútna erindi flutt sem eru
praktísk og snúa að uppbyggingu viðskiptahugmyndarinnar. Fjölmargir aðilar til dæmis, kennarar og leiðbeinendur og fleiri munu einnig kíkja við
yfir helgina, setjast niður með teymum og aðstoða þau með framgöngu viðskiptahugmyndarinnar.