18.08.2020
Keilir óskar eftir að ráða kennara í ensku Háskólabrú. Ráðið er í 100% starfshlutfall.
Háskólabrú Keilis hefur verið leiðandi aðili í innleiðingu vendináms á Íslandi og leggur ríka áherslu á notkun upplýsingatækni og nýrra kennsluhátta. Gerð er krafa um háskólamenntun í kennslugreininni og jafnframt fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi í viðkomandi grein.
Við hvetjum jafnt konur sem karla til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólabrúar Keilis.
Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2020.
Fullum trúnaði heitið.