Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa. Æskilegt er að nýr fjármálastjóri geti hafið störf sem fyrst og er starfshlutfall 100%.
Leitað er að einstaklingi með viðeigandi fjármálamenntun og góða þekkingu á bókhaldi, áætlanagerð, kostnaðarmati og greiningu rekstrargagna. Starfsreynsla á sviði fjármála, bókhalds, áætlanagerðar og stjórnunar er skilyrði. Góð kunnátta í notkun tölvu- og upplýsingatækni auk þekkingar á bókhaldskerfið NAV sem er kostur. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptahæfni.
Fjármálastjórinn er yfirmaður fjármálasviðs Keilis og sér um að reksturinn sé innan fjárhagsáætlunar í samstarfi við framkvæmdastjóra og sviðsstjóra.
Við hvetjum jafnt konur sem karla um að sækja um störf hjá Keili.
Umsóknarfrestur er til og með 03.10.2020.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Keilis eða með því að hafa samband við Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Keilis.