Í sumar var tekin upp myndbandsauglýsing fyrir Samsung farsíma í aðstöðu tæknifræðináms Keilis.
Í sumar var tekin upp myndbandsauglýsing fyrir Samsung farsíma í aðstöðu tæknifræðináms Keilis.
Síminn og listamaðurinn Harald Haraldsson unnu saman að þessu verkefni. Allt myndbandið er tekið upp á Samsung GALAXY S III síma í 1080p HD myndgæðum. Markmiðið var að sýna á myndrænan hátt tæknina sem gerir okkur kleift að nota símann á sérhverju augnabliki.
Auglýsingin á Facebooksíðu Keilis
Myndband um gerð auglýsingarinnar
Tæknifræðinám Keilis tók nýverið í gagnið tvo iðnaðarþjarka sem ætlaðir eru til kennslu í mekatróník hátæknifræði við skólann. Iðnaðarþjarkarnir eru með þeim stærstu á landinu og sambærilegir þjarkar meðal annars notaðir við bílaframleiðslu. Þeir munu nýtast nemendum í þjarkatækni, svo sem sjálfvirkni, stýritækni og samskiptum iðnaðartækja. Auk þess má nýta þjarkana við forritun í framleiðslukerfum og uppsetningu véla og flæðilína.