Fara í efni

Auglýsing um sumarstörf hjá Keili

Líkt og undanfarin ár býður Keilir upp á sumarstörf fyrir námsmenn í gegnum átaksverkefni Vinnumálastofnunar. Líkt og undanfarin ár býður Keilir upp á sumarstörf fyrir námsmenn í gegnum átaksverkefni Vinnumálastofnunar.

Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi, en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá VMST með staðfestan bótarétt. Fjögur störf verða í boði hjá Keili í sumar og er ráðningartímabilið júní til ágúst (tveir mánuðir). Um er að ræða fullt starf á hefðbundnum vinnutíma og hafa starfsmenn aðstöðu í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú, Reykjanesbæ. Fríar rútuferðir eru í boði milli Ásbrúar og Höfuðborgarsvæðisins. 



Markaðssetning á námsframboði Keilis á erlendum mörkuðum (1 stöðugildi) 
Starfið felur í sér aðstoð og vinnu við markaðssetningu námsframboða Keilis á erlendum markaði, s.s. innleiðingu á markpóstum, fréttabréfum, uppsetningu og viðhaldi á samfélagsmiðlum, leitarvélabestun og samskipti við erlenda aðila. 
Námskröfur: Framhaldsmenntun í markaðs- og/eða viðskiptafræði. Góð enskukunnátta er nauðsynleg, auk þess sem kunnátta á öðrum tungumálum er kostur. Reynslu af markaðssetningu á netinu og notkun samfélagsmiðla er æskileg. Mikilvægt er að starfsmaður geti stundað sjálfstæð vinnubrögð og sýni frumkvæði í starfi. 

Uppsetning rafrænnar námsskrár tæknifræðináms Keilis (1 stöðugildi) 
Starfið felur í sér aðstoð við uppsetningu námskeiðslýsinga og innslátt efnis í gagnagrunn, auk þess að þýða námslýsingar á íslensku og ensku. 
Námskröfur: Góð íslensku og ensku kunnátta. Góð tölvukunnátta og meðferð almennra ritvinnslukerfa er nauðsynleg. Umsækjandi þarf að hafa skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi. 

Uppsetning á verklegri kennsluaðstöðu í tæknifræðinámi Keilis (2 stöðugildi) 
Starfið felur í sér hönnun, smíði og uppsetningu á tækjabúnaði fyrir verklega kennslu og þjálfun í tæknifræðinámi Keilis. Starfsmaður mun auk þess sjá um að skrifa leiðbeiningar og æfingar sem búnaðurinn verður nýttur í. 
Námskröfur: Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tæknifræði, iðnmenntun, vélstjórn. Þekking á vélsmíði og rennismíði er kostur. Umsækjandi þarf að hafa skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi. 



Umsóknarfrestur er til 14. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Arnbjörn Ólafsson, deildarstjóri tæknifræðináms Keilis. Umsóknir um störf eru á vef Vinnumálastofnunar: www.vinnumalastofnun.is/sumarstorf