Fara í efni

Björgunaræfing á vegum Flugakademíu Keilis - Myndir

Dulbúinn sjúklingur hífður í þyrlu Landhelgisgæslunnar
Dulbúinn sjúklingur hífður í þyrlu Landhelgisgæslunnar
Mánudaginn 27. febrúar fór Flugakademía Keilis nýjar slóðir í þjálfun flugfólks og stóð fyrir björgunaræfingu fyrir nemendur sína í atvinnuflugmanns- og flugþjónustunámi. Mánudaginn 27. febrúar fór Flugakademía Keilis nýjar slóðir í þjálfun flugfólks og stóð fyrir björgunaræfingu fyrir nemendur sína í atvinnuflugmanns- og flugþjónustunámi.

25 nemendur tóku þátt í og tilgangur æfingarinnar var að þjálfa nemendur í teymisvinnu og að komast af í óbyggðum eftir ímyndað flugslys. Byggt var á Safety & Emergency þjálfun á flugþjónustubrautinni og Survival og Human Factor þjálfun hjá atvinnuflugnemum.

Nemendum var skipt í fjóra 6 manna hópa og hver hópur fékk úthlutað búnað sem hugsanlega yrði tiltækur eftir brotlendingu í óbyggðum og vekja á sér athygli þegar leitarflokkar væru nærri. Hópstjórar, innan hvers hóps, tryggðu öryggi ásamt því að grípa inní ferli nemenda, ef á þurfti að halda.

Undirbúningur æfingarinnar var í höndum starfsmanna Flugakademíu Keilis og má segja að æfingin hafi farið fram úr björtustu vonum. Nemendur sýndu öryggi, fagmennsku og ótrúlega frjóa hugsun, m.v. aðstæður. Vel var hlúð að slösuðum einstaklingi í hverjum hópi, skjól myndað og fagmannlegur undirbúningur framkvæmdur fyrir komu þyrlu Landhelgisgæslu Íslands (LHG).

Hver hópur var hífður um borð í þyrlu LHG og síðan var flogið og lent við höfuðstöðvar Flugakademíu Keilis þar sem nemendur snæddu hádegismat ásamt áhöfn þyrlunar. Eftir hádegi var farið í gegnum árangur æfingarinnar með áhöfn þyrlu LHG og hópstjórum þar sem farið var í gegnum niðurstöður.

Mikil ánægja var með æfinguna, bæði á meðal starfsmanna sem og nemenda og hyggur Flugakademía Keilis á að gera þess konar björgunaræfingu að árlegum viðburði í tengslum við atvinnuflugmanns- og flugþjónustunám.

Myndir frá æfingunni má finna á Facebook síðu Keilis