Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, fyrrum starfsmaður Keilis, og prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri gaf nýverið út bókina International Financial Institutions, Climate Change and the Urgency to Facilitate Clean Energy Investment in Developing and Emerging Market Economies. Bókin byggir á tólf ára reynslu Hilmars hjá Alþjóðabankanum og tekur meðal annars á reynslu Íslands af hreinni orku.
Í bókinni fjallar Hilmar um hvernig alþjóðafjármálastofnanir (t.d. Alþjóðabankinn og svæðabankar) geta stuðlað að aukinni fjárfestingu í hreinni orku í nýmarkaðs- og þróunarríkjum. Á næstu árum og áratugum mun eftirspurn eftir orku að öllum líkindum vaxa mest í nýmarkaðs- og þróunarríkjum. Hreinar orkulindir eru einnig að mestu staðsettar í þessum löndum. Framkvæmdir við nýtingu á hreinum orkulindum, t.d. jarvarma- og vatnsfallsvirkjanir eru frjármagnsferkar og hafa langan endurgreiðslutíma. Áhætta í nýmarkaðs- og þróunarlöndum, þar á meðal stjórnmálaáhætta, er oft mikil og alþjóðafjármálastofnanir geta stuðlað að aukinni fjárfestingu í samvinnu við einkageirann og hið opinbera með lánveitingum og styrkjum, en enn frekar með tryggingum og ábyrgðum, sem þær hafa hingað til verið tregar að veita.
Þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að heimbyggðinni í loftslagsmálum, og í orku- og umhverfismálum, hafa alþjóðafjármálastofnanir lítið fjárfest í hreinni orku enn sem komið er. Í bókinni fjallar Hilmar um hvernig alþjóðafjármálastofnanir geta beitt sínum fjármálatækjum og margfaldað hlut sinn í verkefnum á sviði hreinnar orku á næstu árum og áratugum.
Bókina skrifaði Hilmar að mestu leyti þegar hann var gestaprófessor (e. Visiting Professor) við Cornell University í Bandaríkjunum haustið 2015. Hilmar er Gestafræðimaður við University of California Berkeley á haustmisseri 2016.
Hægt er að panta bókina á Amazon.