Fara í efni

Bottle Labeling Machine

Hrafn Theódór Þorvaldsson
Hrafn Theódór Þorvaldsson

Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.

  • Heiti verkefnis: Bottle Labeling Machine
  • Nemandi: Hrafn Theódór Þorvaldsson
  • Tímasetning: Fimmtudagur 28. maí, kl. 14:00

Lýsing: Þetta verkefni snýr að hönnun og smíði miðavélar fyrir geoSilica sem er sprotafyrirtæki staðsett í Frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. GeoSilica sérhæfir sig í framleiðslu kísils sem fæðubótarefnis í formi sviflausnar. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar hönnun og smíði á handvirkri frumgerð og hins vegar sjálfvirkri frumgerð. Miðavélinni er ætlað að auðvelda ásetningu límiða á flöskur sem eru 300 ml að rúmmáli. Einnig var gert krafa um að hún væri ódýr og auðveld í notkun.