Fara í efni

Brautskráning Keilis

Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis tekur við ,,Lykli af framtíðinni
Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis tekur við ,,Lykli af framtíðinni
Keilir brautskráði 55 nemendur þann 14. ágúst síðastliðinn. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn í nýuppgerðu Andrews Theater á Ásbrú. Keilir brautskráði 55 nemendur þann 14. ágúst síðastliðinn. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn í nýuppgerðu Andrews Theater á Ásbrú.

Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Karl Olgeirsson píanóleikari fluttu tónlistaratriði við upphaf og lok athafnar. Forstöðumenn einstakra sviða afhentu prófskírteini sem skiptust þannig:

ÍAK einkaþjálfari 2, Háskólabrú 46, Frumkvöðlanám 7 eða samtals 55 nemendur sem fengu prófskírteini sín afhent að þessu sinni. 

Verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur: Haddý Anna Hafsteinsdóttir Diploma í frumkvöðlafræðum, Þorvaldur Þorsteinsson í verk-og raunvísindadeild fjarnámi og Egill Emre Sunal í verk-og raunvísindadeild staðnámi.

Ávörp fluttu fulltrúar nemenda Þorvaldur Ásgeirsson fyrir hönd nemenda á Háskólabrú og Haddý Anna Hafsteinsdóttir fyrir hönd frumkvöðla en Haddý Anna hefur starfað bæði sem einkaþjálfari og þolfimileiðbeinandi á Íslandi sem og í Svíþjóð.  Í frumkvöðlanáminu vann Haddý Anna að viðskiptaáætlun sinni um farsímalausn fyrir einkaþjálfara.  Við þetta tækifæri gaf Haddý Anna Keili „Lykil að framtíðinni“. Lykilinn hannaði og smíðaði Grétar Már Þorvaldsson eiginmaður Haddýar.

Á þessu ári hafa 277 nemendur útskrifast frá Keili. Núna á nýju skólaári eru 684 nemendur í námi við Keili á Háskólabrú, í flugnámi, flugþjónustunámi, flugumferðarstjórn, ÍAK einkaþjálfun, ÍAK íþróttaþjálfun, orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník tæknifræði.

Útskriftarhópur Keilis 14. ágúst 2010