13.01.2015
Þann 1. janúar síðastliðinn hóf Strætó að keyra eftir nýrri áætlun milli Höfðuborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar.
Keilir er þessa dagana að vinna að því að aðlaga skólastarf að tímasetningum Strætó þannig að það henti sem best fyrir nemendur Keilis og upphaf kennslu á morgnana. Þangað til sú vinna liggur fyrir verður áfram boðið upp á fríar rúturferðir fyrir nemendur Keilis kl. 8:00 frá Reykjavík og tvær ferðir eftir hádegi, kl. 15:00 og 16:30 af Ásbrú til Reykjavíkur. Hópferðir Sævars munu annast akstur fyrir Keili þangað til annað liggur fyrir.
Fyglstu með heimasíðu Keilis og facebooksíðu okkar fyrir nýjar upplýsingar um samgöngumálin. Aðrar upplýsingar veitir skrifstofa Keilis á keilir@keilir.net og í síma 578 4000.