01.08.2014
Námsmenn í Keili fá frítt í rútu (Hópferðir Sævars) sem gengur milli Keilis og höfuðborgarsvæðisins. Rútan fer kl. 08:00 frá N1 við Hringbraut í Reykjavík (stoppar að auki í Suðurveri, á Kópavogshálsinum, Garðabæ og Hafnarfirði). Brottför frá Keili er kl. 16:30. Nemendur sem þurfa að taka rútu frá Keili kl. 15:00 geta fengið afhentan rútumiða í áætlunarferð SBK í afgreiðslu Keilis. Að auki er frítt í strætisvagna í Reykjanesbæ sem gengur samkvæmt áætlun um öll hverfi bæjarins.
Framvísa þarf gildu nemendakorti með mynd í rútunum og er hægt að panta þau á skrifstofu Keilis eða með því að senda póst á keilir@keilir.net. Staðfesting á skólavist þarf að liggja fyrir til að hægt sé að afgreiða kortið og tekur það þrjá virka daga í afgreiðslu. Hvert kort kostar kr. 1.500 bæði nýtt og við endurnýjun. Ef kort glatast kostar nýtt kr. 4.000.
Vilji fólk ferðast með SBK á öðrum tímum er hægt að fá keypta afsláttarmiða í afgreiðslu Keilis á kr. 675 farið aðra leið.
Athugið að þessar breytingar eiga eingöngu við um nemendur og starfsfólk Keilis.