Fara í efni

AIDA 1 fríköfun

AIDA 1 er fyrsta námskeiðið af nokkrum í Fríköfun og er kennt af Birgi Skúlasyni kennara hjá Freedive Iceland. [Kennsluáætlun]

AIDA 1 námskeiðið samanstendur af bókegu og verklegu námi

Bóklega námið er kennt sem netnámskeið í Viskubrunni Keilis. Nemandinn fer yfir námsefnið á þeim tima sem honum finnst best. Þegar nemandinn hefur lokið bóklega hlutanum og telur sig vera tilbúinn í verklega kennslu, hefur hann samband við kennarann til að finna tíma fyrir verklega hluta námskeiðsins. Verklegi hlutinn fer fram í sundlaug þar sem farið er yfir það sem kennt var á bóklega námskeiðinu og það æft vel undir handleiðslu reynds kennara. 

  • AIDA 1 bóklega námskeiðið kostar 10.000,- sem er greitt við innritun á netnámskeiðið. 
  • AIDA 1 verklega námskeiðið kostar 10.000,- sem er greitt hjá Freedive Iceland þegar hafist er handa við verklega hlutann. 

Þegar AIDA 1 námskeiðinu er lokið á nemandinn að geta kafað niður að 10 metrum. Ekki þarf að standast nein bókleg né verkleg próf til að standast þetta námskeið. Að AIDA 1 námskeiði loknu er strax hægt að hefjast handa við námskeið í AIDA 2.

Skráning á námskeiðið

Nánari upplýsingar veita Sigrún Svafa Ólafsdóttir eða Ásdís Ólafsdóttir, á netfangið viskubrunnur@keilir.net eða í síma 578 4091 / 578 4079