Fara í efni

Egils saga

Í þessu netnámskeiði er farið yfir atburðarás Egils sögu Skalla-Grímssonar, fjallað um umhverfi og byggingu sögunnar, sögutímann og tilurð sögunnar. Helstu vísur sögunnar eru útskýrðar og settar í samhengi við söguþráðinn.

Í námskeiðinu er að finna myndbönd og glærur, spurningar og ítarefni. Námskeiðið fer að öllu leyti fram á netinu, er alveg óháð kennaranum og hægt er að hefjast handa hvenær sem er. Námskeiðið er aðstoð fyrir þá sem vilja dýpka skilning sinn á efninu og það gildir ekki til einkunnar né eininga í öðrum skólum. 

Kennari námskeiðsins er Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, íslenskukennari við Háskólabrú Keilis.

Skráning á námskeiðið 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Svafa Ólafsdóttir (viskubrunnur@keilir.net eða í síma 578 4091)