Fara í efni

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra

Samkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni. Boðið var upp á fyrstu grunnnámskeiðin hjá Keili haustið 2016 og hefur fyrirkomulag og framsetning námsins mælst vel fyrir hjá þátttakendum. 

Keilir býður upp á röð endurmenntunarnámskeiða fyrir atvinnubílstjóra í haust. Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

  • Laugardaginn 16. september: Vistakstur. Námskeiðið fer fram í Keili.
  • Laugardaginn 30. september: Lög og reglur. Námskeiðið fer fram í Keili.
  • Laugardaginn 14. október: Umferðaröryggi og bíltækni. Námskeiðið fer fram í Keili.
  • Föstudaginn 3. nóvember: Lög og reglur. Námskeiðið fer fram í Hoffelli.
  • Laugardaginn 4. nóvember: Vistakstur. Námskeiðið fer fram í Hoffelli.
  • Sunnudaginn 5. nóvember: Umferðaröryggi og bíltækni. Námskeiðið fer fram í Hoffelli.

Námskeiðin í Keili fara fram í aðalbyggingu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ á laugardgöum kl. 8:30 - 15:30. Námskeiðin í Hoffelli í Austur-Skaftafellsýslu fara fram helgina 3. - 5. nóvember kl. 10:00 - 17:00.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu endurmenntunardeildar Keilis. Námskeiðin byggja á virkri þátttöku nemenda og á vönduðum upptökum á kennsluefninu. Námskeiðin eru háð lágmarks þátttöku og kostar hvert þeirra kr. 19.900.