21.03.2018
Keilir býður upp á röð endurmenntunarnámskeiða fyrir atvinnubílstjóra á Höfn í Hornafirði og nærsveitum, 3. - 5. apríl næstkomandi. Athugið að það er að fyllast á námskeiðin og eru örfá sæti laus. Boðið verður upp á námskeiðin:
- Lög og reglur - 3. apríl
- Umferðaröryggi - 4. apríl
- Vistakstur - 5. apríl
Námskeiðin hjá Keili byggja á virkri þátttöku nemenda og á vönduðum upptökum á kennsluefninu. Námskeiðin fara fram í Hoffelli 3. - 5. apríl kl. 16:00 - 23:00. Námskeiðin eru háð lágmarks þátttöku og kosta hvert um sig kr. 19.900. Hægt er að sækja stök námskeið eða fleiri en eitt.
Samkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og býður upp á kjarnanámskeið frá og með haustinu 2016.