Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis skrifuðu undir
endurnýjaðan samning milli skólanna um frumgreinadeild eða Háskólabrú.
Á fjórum árum hefur Háskólabrú sannað gildi sitt
Háskólabrúin hefur verið viðurkennd til inntöku í alla háskóla á Íslandi sem og erlenda þar sem reynt hefur á.
Meðalaldur nemenda á Háskólabrú er um 30 ár. Segja má að brúin opni ný tækifæri í lífi þeirra
rúmlega 400 nemenda sem hafa lokið prófi á Háskólabrú síðustu fjögur ár. Í vor eru fyrstu nemendur einmitt að
ljúka háskólanámi því sem þeir hófu að loknu námi á Háskólabrú. Almennt hefur þessum nemendum
vegnað einkar vel í námi.
Með nýja samningnum er Háskólabrú fest frekar í sessi og á eftir að skapa meiri námstækifæri fyrir nemendur hennar. Keilir er rekstraraðili og umsjár en Háskóli Íslands vottar faglegt innihald námsins.