23.07.2019
Enn er hægt að sækja um nám á haustönn 2019 í flestum deildum Keilis svo sem einka- og atvinnuflugnám, leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, ÍAK einka- og styrktarþjálfun og Háskólabrú bæði í fjarnámi og staðnámi.
Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum og fer afgreiðsla þeirra fram jafnóðum og umsóknir berast. Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir allt námsframboð Keilis á skólaárinu 2019 - 2020.
Íþróttaakademía Keilis
- ÍAK einkaþjálfaranám Umsókn
- ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi og hefur einkunarorðin fagmennska og þekking að leiðarljósi. Námið miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun og því er mikil áhersla lögð á að tengja fræðina við verklega kennslu og atvinnulífið. Næstu námskeið hefjast í ágúst 2019.
- ÍAK styrktarþjálfaranám Umsókn
- ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Næstu námskeið hefjast í ágúst 2019.
- Fótaaðgerðafræði Umsókn
- Nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili tekur eitt og hálft ár. Áfangarnir eru kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með umsókn skal fylgja afrit af námsferli og persónulegt kynningarbréf. Næstu námskeið hefjast í ágúst 2019.
- Leiðsögunám Umsókn
- Átta mánaða háskólanám fyrir leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku þar sem helmingur námstímanns fer fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Námið hefst næst haustið 2019.
Háskólabrú Keilis
- Háskólabrú - fjarnám Umsókn
- Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám. Fjarnám Háskólabrúar Keilis hefst næst í ágúst 2019.
- Háskólabrú - staðnám Umsókn
- Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Til að uppfylla inntökuskilyrði skólans þurfa nemendur að hafa lokið a.m.k. 117 feiningum (framhaldskólaeiningar sem er samsvarandi 70 einingum) og þar af 10 feiningum í íslensku, ensku og stærðfræði (þ.e. 6 einingar í hverju fagi). Staðnám Háskólabrúar hefst næst í ágúst 2019.
- Háskólabrú með vinnu Umsókn
- Hefur þú alltaf stefnt á háskólanám en hefur ekki lokið framhaldsskóla? Keilir býður nú fyrstur skóla á Íslandi upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfaranám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Fjarnám Háskólabrúar Keilis með vinnu hefst næst í ágúst 2019.
Námsframboð í tölvuleikjagerð
- Framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð Upplýsingar
- Ný námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð verður í boði á vegum Keilis frá og með haustinu 2019, samkvæmt samkomulagi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Keilis. Námið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum en með samkomulaginu hefur ráðuneytið nú veitt skólanum leyfi til inntöku allt að 40 nýnema á haustönn 2019.
- Háskólanám í tölvuleikjagerð Upplýsingar
- Keilir býður upp á námsbraut í tölvuleikjagerð á háskólastigi í samstarfi við norska skólann Noroff - School of technology and digital media. Um er að ræða BSc gráðu sem er tekin á þremur árum í fjarnámi með staðlotum hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Næstu námskeið hefjast haustið 2019.
Flugakademía Keilis
- Einkaflugmannsnám Umsókn
- Sem einkaflugmaður öðlast þú réttindi til að fljúga einkaflug við sjónflugsskilyrði með farþega hvert á land sem er án endurgjalds, einnig öðlast sá hinn sami réttindi til að fljúga einshreyfils flugvél í öllum löndum Evrópu. Handhafi einkaflugmannsskírteins hefur kost á að fara í atvinnuflugmannsnám sem einnig er kennt í Flugakademíu Keilis.
- Atvinnuflugmannsnám Umsókn
- Nám í atvinnuflugi er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Keilir kennir samkvæmt JAR-FCL og hefur samþykkt kennsluleyfi frá Flugmálastjórn Íslands, tekur námið mið af námsskrá sem er gefin út af JAA/EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu flugskírteina. Næstu námskeið hefjast í júli 2019.
- Samtvinnað atvinnuflug Umsókn
- Flugakademía Keilis er eini flugskólinn á Íslandi sem býður upp á samtvinnaðflugnám til atvinnuflugmannsréttinda. Þar byrjar flugneminn á fyrsta degi í þjálfun til atvinnuflugmannsskírteinis í stað þess að ljúka fyrst einkaflugmannsréttindum. Námið er þaulskipulagt, bæði bóklegt og verklegt, og tekur aðeins átján mánuði í fullu námi. Næstu námskeið hefjast í september 2019.
- Flugkennaraáritun Umsókn
- Flugakademía Keilis býður upp á sex vikna námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið tekur á undirbúningi flugtíma og framkvæmd kennslustunda.