Fara í efni

Erasmus+ verkefni um vendinám

Keilir er samstarfsaðili í nýju verkefni sem gengur út á að miðla reynslu og þekkingu á vendinámi í Evrópu. Verkefnið er til tveggja ára og styrkt af Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.
 
Verkefnið (INTEMIS - Innovative Teaching Method for an Inclusive School) hófst í ágúst 2016 og er til tveggja ára. Verkefnið gengur út á að fræða kennara í starfsmenntaskólum um nýjungar í kennsluháttum, þar á meðal vendinámi til að draga úr brottfalli, auka gæði í kennslu, og innleiða nýjar aðferðir sem taka mið af upplýsingatækni og tölvum í skólastarfi. Umsóknaraðili er IIS Leonardo da Vinci starfsmenntaskólinn á Sikiley á Ítalíu og koma aðrir samstarfsaðilar frá Danmörku, Ítalíu, Spáni og Grikklandi, auk Keilis á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þjálfa kennara í vendinámi og auka færni bæði kennara og nemenda í tölvulæsi. Hlutverk Keilis í verkefninu verður að stýra tveimur fimm daga vinnustofum fyrir kennara á Spáni, Ítalíu og Grikklandi í innleiðingu og notkun vendináms við kennslu. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins.
 
Samstarfsaðilar INTEMIS verkefnisins eru:
 
  • IIS Leonardo da Vinci starfsmenntaskólinn á Ítalíu
  • Essenia UETP, Ítalíu
  • Inercia Digital, Spáni
  • Acition Sinergy, Grikklandi
  • UCsyd Háskólinn í Danmörku
  • Háskólinn í Porto, Portúgal
  • Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Íslandi