Fara í efni

Eric Cressey og Mike Boyle hjá Keili

Eric Cressey
Eric Cressey
Næstu Þjálfarabúðir Heilsuskóla Keilis verða haldnar 24.-26. febrúar 2011. Staðfest er að Mike Boyle kemur aftur með nýtt efni og með honum kemur enginn annar en Eric Cressey, heimsfrægur styrktarþjálfari íþróttamanna. Næstu Þjálfarabúðir Heilsuskóla Keilis verða haldnar 24.-26. febrúar 2011. Staðfest er að Mike Boyle kemur aftur með nýtt efni og með honum kemur enginn annar en Eric Cressey, heimsfrægur styrktarþjálfari íþróttamanna.

 

Mike Boyle þarf vart að kynna en hann vakti mikla lukku meðal þátttakenda á Þjálfarabúðunum í september s.l. og var efstur á óskalistanum þegar spurt var hverja þátttakendur vildu fá á næstu Þjálfarabúðir.

Næstur í valinu var Grey Cook en hann gat ekki komið núna. Þriðji var Eric Cressey og er það staðfest að hann verður meðal kennara á næstu Þjálfarabúðum og kennir einn heilan dag.

Eric Cressey er með masterspróf í Hreyfingarfræði (Kinesiology) með áherslu á þjálffræði. Hann hefur birt yfir 200 fræðigreinar og haldið fyrirlestra um öll Bandaríkin sem og utan þeirra.

Cressey er eigandi Cressey Performance. Hann er mjög eftirsóttur þjálfari hjá heilum sem meiddum íþróttamönnum og hefur unnið með íþróttamönnum á öllum stigum, frá krökkum og uppí atvinnumenn og ólympíukeppendur í hinum ýmsum íþróttagreinum.

Sjálfur kemur Cressey úr kraftlyftingum og á mörg heimsmet innan þeirrar keppnisgreinar.

Hægt er að lesa meira um hann á http://www.ericcressey.com/.

Auglýst verður sérstaklega þegar skráning opnar á Þjálfarabúðirnar en áhugasömum er bent á að taka dagana 24.-26. febrúar frá.

Umsagnir frá síðustu Þjálfarabúðum

Myndir frá síðustu Þjálfarabúðum