Kennarar og stjórnendur við sænskar, danskar, íslenskar og hollenskar menntastofnanir á starfsmennta-, framhaldsskóla- og háskólastigi hafa í sameiningu mótað ramma með það að markmiði að efla samstarf milli landanna og deila góðum starfsvenjum þegar kemur að þróun, markaðssetningu og eflingu tölvuleikjagerðarnáms.
Keilir tók þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands en einn af undirskólum hans, Menntaskólinn á Ásbrú, starfrækir stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð. Ramminn fangar vítt svið s.s. samskipti, jafnrétti, stafrænt nám og orðaforða og miðar að því að auka skilning og viðskiptaflæði sem og jafnrétti kynjanna innan tölvuleikjageirans.
Ramminn fangar vítt svið s.s. samskipti, jafnrétti, stafrænt nám og orðaforða og miðar að því að auka skilning og viðskiptaflæði sem og jafnrétti kynjanna innan tölvuleikjageirans.
Vinna að verkefninu hófst árið 2018 og er það styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar Keilis í verkefninu eru skólarnir Yrgo í Svíþjóð, Dania í Danmörku og Grafisch Lyceum Utrecht í Hollandi. Fulltrúar skólanna ferðast sín á milli á meðan verkefninu hefur staðið, kynnt sér kennsluaðferðir, tölvuleikjaiðnað innan samstarfslandanna og hitt nema og tölvuleikjagerðarfólk á hverjum stað fyrir sig.
Tölvuleikjaiðnaðurinn fer ört vaxandi og eftirspurn eftir færu starfsfólki er há meðal tölvuleikjafyrirtækja. Það er því mikilvægt að við vöndum til verka og samtal eins og hefur átt sér stað hér, þar sem mismunandi sjónarhorn og raddir víðsvegar að heyrast, auðveldar það til muna segir Darri Arnarson fagstjóri tölvuleikjagerðarnáms við Menntaskólann á Ásbrú um verkefnið.
Max Friberg verkefnastjóri og fulltrúi Yrgo skólans í Svíþjóð tekur í sama streng og segir Samtal milli menntastofnananna og við tölvuleikjaiðnaðinn um niðurstöður vinnunar var nauðsynlegt svo við gætum sett upp nothæfar og nákvæmar viðmiðunarreglur.
Ramminn er aðgengilegur á vef verkefnisins www.gameeduc.org
Vorið 2022 verður öllum skólum sem kenna tölvuleikjagerð boðið að taka þátt í árlegum leikjagerðarviðburði International Educations Game Jam.