John Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja ásamt stjórn rannsóknarráðs Færeyja dvöldu hér á Ásbrú allan
daginn. Tilgangurinn var sá að kynna sér frumkvöðlastarfið sem fram fer hjá Keili og á Ásbrú. Heimsótt voru um 10 fyrirtæki sem
látið hafa til sín taka í nýsköpun. Síðan voru umræður og tekin saman nokkur spennandi samstarfsverkefni á sviði
nýsköpunar milli Keilis og Færeyinganna.
Gestir okkar standa í svipuðum sporum og Íslendingar varðandi þörf fyrir nýjum tækifærum í atvinnulífinu. Vegna reynslunnar af Ásbrú og Keili óskuðu þeir eftir að koma hingað og leita samstarfs við okkur. Trúum við að mörg spennandi verkefni munu skapast af þessari góðu heimsókn.
Á myndinni má sjá hópinn fyrir utan Keili ásamt Jóni Hjaltalín Magnússyni, frumkvöðli ársins 2003 á Íslandi.