08.07.2021
Nemendur og kennarar Flugakademíu Íslands ætla að fjölmenna á Hellu helgina 9. - 11. júlí þar sem Flugmálafélag Íslands stendur fyrir árlegu flughátíðinni Allt sem flýgur.
Hátíðin snýst að vanda um að kynnast ólíkum flugsportum, fljúga, fylgjast með flugi, tala um flug og njóta samveru með vinum og fjölskyldu.
Flugakademían verður með kennsluvélar sínar á svæðinu og fræðir gesti um flugnám.